Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 104
Á d r e pa 104 TMM 2010 · 4 hvernig kosningar fara hverju sinni. Þetta er afskaplega tilviljunarkennt og þar af leiðandi veikt stjórnkerfi. Veikleiki þess á aftur vafalaust meginþátt í því að auðvald reynist oftast sterkara en ríkisvald í Bandaríkjunum ef á reynir, og veldur það mörgum miklu og óþörfu böli þar í landi. Það er auðvaldið sem viðheldur sárustu örbirgð milljóna fólks í auðugasta ríki heims. Af þessu get ég ekki ráðið annað en að það yrði mikið afturfararspor á Íslandi að efna til einhvers konar frekari aðgreiningar löggjafarvalds og fram­ kvæmdavalds en nú er í gildi. Hér getur meirihluti þingsins hvenær sem er ráðið því hvort það lætur þau lagafrumvörp sem ríkisstjórnin leggur fyrir það verða að lögum og hvaða fólk situr í ráðherrastólum. Það getur sömuleiðis hvenær sem er efnt til hvers konar eftirlits með framkvæmdavaldinu, heimtað skýrslur, sett rannsóknarnefndir og hvaðeina. Hugmyndin um þrískiptingu ríkisvaldsins er löngu úrelt. Ef það er rétt að þær ógöngur sem við Íslendingar höfum nýlega lent í stafi af því að Alþingi hafi sofið á verði þá hlýtur það að stafa af því að við höfum kosið ranga fulltrúa á þing, og þá eigum við bara að læra af því – eins og vottaði raunar fyrir að væri gert í síðustu alþingiskosningum. Raunar kann vel að vera að hægt sé að breyta þinginu til batnaðar. Mér dettur helst í hug að fækka þing­ mönnum, til dæmis um þriðjung eða helming, svo að meiri athygli beinist að frammistöðu hvers og eins. Við höfum ofboðslega fjölmennt þing í samanburði við stærð samfélagsins. Þannig mundi líka sparast fé sem mætti nota til að fá þingmönnum meiri sérfræðiaðstoð til þess að þeir kæmu að málum með meiri þekkingu. Það mundi ekki breyta miklu alltaf eða alls staðar, en væri ómaksins vert að prófa. Líka má hugsa sér að stytta leiðina milli fulltrúa og kjósenda með því að gera allt landið að einu kjördæmi og taka upp einhvers konar einstak­ lingsbundnar kosningar. Þá sætu allir þingfulltrúar hvers flokks í umboði allra kjósenda flokksins. Eins og John Locke sá skýrt hlýtur lýðræðislegt ríkisvald að vera eitt og aðeins eitt. Ef það er tvennt verður annar armur þess óhjákvæmilega minna lýðræðislegur en hinn, eins og var áður en ráðherraábyrgð og þingræði komust á. (Hvað með dómsvaldið? Hjá okkur er það ekki lýðræðislegt heldur sér­ fræðingaveldi. Þar sem kviðdómar tíðkast eru þeir jú tilraun til sérstaks vald­ hafa sem má kalla lýðræðislegan, þótt hann sé auðvitað á vissan hátt undir löggjafarvaldinu.) Hins vegar er í samfélagi okkar afar sterkur valdhafi sem lýtur ekki valdi lýðsins, og það er vald fjármunanna, auðvaldið. Meginskyssa Íslendinga og meginástæðan til þess hruns sem hér varð er að auðvaldinu var allt of lengi þolað að ríkja yfir ríkisvaldinu. Sjálfstæðisflokkurinn, málsvari og hagsmunavörður auðvaldsins þótt kjósendur hans séu margir réttsýnir jafnað­ arsinnar, tók völdin á Íslandi á fimmta áratug liðinnar aldar og hélt þeim nokkurn veginn óslitið fram að alþingiskosningunum 2009 – hvað sem síðan verður. Þótt stöku sinnum væri efnt til ríkisstjórna án þátttöku Sjálfstæðis­ manna voru þær valdalitlar og störfuðu í sífelldum ótta við þann kosninga­ sigur sem Sjálfstæðismenn mundu vinna í næstu kosningum. Það var alltaf eins og allir væru að hugsa um hvað Íhaldið mundi nú gera sér úr þessu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.