Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 109
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 4 109 sagnarit. Af þeirri einni ástæðu var aðferð Sigurðar Nordals hæpin – jafnvel þótt aðrar kæmu ekki til. En þótt það hafi að mestu farið fram hjá almenningi hér í útnára – og ýmsum fræðimönnum – þá er ævisöguleg aðferð í bók­ menntarannsóknum af ýmsum ástæðum talin vafasöm erlendis – m.a. að unnt sé að leita orsaka ritverka í persónuleika höfundanna. Þetta er rifjað upp þar sem ýmislegt sem ritað hefur verið um Snorra Sturlu­ son eftir að bók Nordals kom út 1920 – og hún er enn merkilegt rit í sögu bókmenntafræða hér á landi – er sama marki brennt. Það byggist á dýrkun á rithöfundum – stundum af því að menn hafa afneitað Guði sínum og tekið upp veraldlega guði eins og Gunnar Benediktsson – og Halldór Laxness – og þeirri villu að bókmenntaverk á miðöldum – sem einatt voru hefðbundin og margra manna verk – geti sagt til um hvern mann svokallaðir höfundar höfðu að geyma. Það er nefnilega engin tilviljun að það séu einkum dróttkvæði sem eru höfundargreind í íslenskum miðaldabókmenntum. Sturla Þórðarson er meira að segja kallaður skáld í Sturlunguformálanum og þar með vísað til hirðskáld­ skapar hans. Hins vegar er sagt að hann hafi sagt fyrir Íslendinga sögu og um leið bent á að hann sem höfðingi hafði skrifara sér til fulltingis. Nú eru mörg nafngreind skáld á miðöldum en fáir rithöfundar. Þeim fáu sem vitað er með nokkurri vissu að fengust við bókagerð hafa því verið eignuð ýmis rit sem þó er alls óvíst að þeir hafi komið að – nema þá sem verkbeið­ endur. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar fjallað er um ritstörf Snorra. Það er vitað að hann naut virðingar í Noregi sem hirðskáld en heimildir fyrir að hann hafi skrifað Eddu að hluta eða alla eru ekki ýkja merkilegar og þótt nafn hans hafi verið tengt Heimskringlu er full þörf á að rannsaka betur aðkomu að því verki enda hafa ýmsir fræðimenn dregið í efa að öll samsteypan sé verk eins manns. Um höfundskap að Egils sögu er ekkert vitað með vissu. Breytir þar engu þótt Alþingi hafi látið prenta hana í ritsafni Snorra. Sá sem ætlar sér að skrifa trúverðuga ævisögu Snorra en ekki endurtaka mýtuna verður að ganga á hólm við þær heimildir sem til eru um höfundarverk hans, hvað það var sem hann setti saman, eins og Íslendinga saga orðar það. En það vekur athygli að rannsókna Lars Lönnroths og Jonnu Louis­Jensen í þá veru er að engu getið í heimildaskrá bókar Óskars. Ofboðslegust verður dýrkunin á Snorra skáldi í Reykholti (1957) í sam­ nefndri bók Gunnar Benediktssonar þar sem hann vildi bregða upp „heil­ steypri og sjálfri sér samkvæmri mynd af heimsfrægustu persónunni, sem fæðzt hefur og borið beinin á þessu landi og glæstustum ljóma hefur varpað yfir menningarsjálfstæði þessarar þjóðar [155].“ Þeir sem hafa þurft á þessari helgimynd af Snorra að halda hafa gert sem mest úr ritverkum hans og viljað eigna honum allt milli himins og jarðar en að sama skapi ráðist með offorsi á þá einu mynd sem við raunar höfum af Snorra Sturlusyni – þá skýru mynd sem gefin er af höfðingjanum í Íslendinga sögu. Þannig dró Árni Pálsson prófessor mjög í efa að Íslendinga saga segði rétt og satt frá Snorra í grein, sem birtist að hluta í Eimreiðinni 1941 (síðar í heild í bókinni Á víð og dreif árið 1947), af því að hann hafði aðra hugmynd sjálfur um Snorra, og síðan hafa aðrir tekið undir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.