Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 110
D ó m a r u m b æ k u r 110 TMM 2010 · 4 í þessum kór. Í formála bókar Óskars Guðmundssonar segir um aðal miðalda­ heimildina sem höfundurinn hefur að verki sínu: „Þó er sá hængur á að sá sem fjallar mest um Snorra, Sturla Þórðarson, virðist gera hlut þessa frænda síns lakari en oft sýnist ástæða til [13].“ Seinna í bókinni er oft hnjóðað í heimildar­ manninn Sturlu en síðan bregður svo við í 51. kafla, þar sem dregin er saman mynd af höfðingjanum í Reykholti, að lýsing Íslendinga sögu er ekki langt undan! Enda eru allir sem fást við Sturlungaöldina á valdi verka sem koma úr ritstofu Sturlu lögmanns – Íslendinga sögu og Hákonar sögu Hákonarsonar – nema þeir reyni fyrst að átta sig á frásagnarlistinni í verkunum og hugmynda­ fræði þeirra. Um aldamótin 1900 lögðu þrír af ágætustu fræðimönnum í norrænum fræð­ um, W. P. Ker, Björn M. Ólsen og Kristian Kålund, grundvöllinn að öllum síðari rannsóknum á Sturlungu – Kålund með merkri útgáfu á sagnasamsteypunni, Björn M. Ólsen með rannsóknum sínum á þeim frumþáttum sem samsteypan var sett saman úr og W. P. Ker á list verksins. Því miður hafa rannsóknir Kers á frásagnarlist Sturlungu legið í láginni allt fram á síðustu ár enda lét Sigurður Nordal sagnfræðingum verkið eftir og sinnti því lítt. Bók Einars Ól. Sveinssonar, Sturlungaöld (1940), fjallar heldur ekki um Sturlungu sem bókmenntaverk. Bókmenntarannsóknir á Sturlungu eiga því allar upphaf sitt erlendis. Líklega hefur Sturla Þórðarson og ritskóli hans hvergi hlotið jafn eindregið lof og hjá W. P. Ker í hinu einstæða riti hans Epic and Romance (1896) – þar sem Ker var langt á undan öðrum í mati sínu á frásagnarlist fornsagna. Jón Stefáns­ son, sem var samverkamaður Kers við University College í London, sagði í ævisögu sinni, Úti í heimi (1949), um álit Kers á Íslendinga sögu: „Sturlungu kunni hann að mestu utanbókar, og þótti honum Sturla Þórðarson bera sem gull af öllum þeim rithöfundum, sem skrifað höfðu um róstuga samtíð á svip­ aðan hátt [146].“ Það er ekki síst persónulýsingarnar sem Ker dvelur við í Íslendinga sögu. Björn M. Ólsen var sama sinnis, ekki síst dró hann fram lýs­ ingar sögunnar á Sturlusonum, Þórði, Snorra og þó einkum Sighvati. Sögur Sturlungu segja frá atburðum sem eiga að hafa gerst og þeim mönnum sem við þá voru riðnir. Mannlýsingarnar eru því að nokkru leyti ákvarðaðar af efnisvali frásagnarinnar en að öðru leyti af skilningi höfunda á því hvert var hreyfiafl atburðanna og frásagnaraðferðinni sem einatt er beitt í sögum sam­ steypunnar. Þar sem sögumaður lýsir atvikum og fólki eins og það birtist sjónar­ og heyrnarvotti verða mannlýsingar að byggjast á því hvað menn segja og gera og hvernig þeir koma öðrum fyrir sjónir. Framkoma sögufólksins er því í brennidepli. Þar sem frásagnaferlin sem sögurnar fylgja eru fastmótuð rétt eins og örlagaþræðir er það vilji mannsins til að fylgja þessu síma sem ræður því hvort til atburða dregur. Viljinn til verka mótast þó ekki aðeins af manngerðinni heldur einnig af því orðspori sem menn telja sig geta hlotið að launum. Sögufólkið er því mjög meðvitað um hvernig aðrir sjá það og vill hafa áhrif á palladóma um sig. W. P. Ker gerði nokkra grein fyrir mannlýsingum í Sturlungu í bók sinni Epic and Romance. Þar segir hann:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.