Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 111
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 4 111 […] ef saga Íslands átti ekki að verða (það sem hún seinna varð) einber keðja ómerki­ legra annálsgreina, varð það að gerast með því að leggja áherslu á hvað vakti fyrir fólki, láta persónurnar taka til hendinni og tala, og með því að fylgja markvisst eftir mismundandi þráðum í lífi þeirra [251]. Snorra er tvisvar lýst almennum orðum í Íslendinga sögu. Í fyrra skiptið þegar hann flyst búferlum frá Borg í Reykholt um 1206: „Gerðist hann þá höfðingi mikill, því at eigi skorti fé. Snorri var hinn mesti fjárgæzlumaðr, fjöllyndr og átti börn við fleirum konum en Herdísi [Sturlunga saga I (1946): 242].“ En í síðara skiptið þegar greint er frá lyktum Gufunesmála um 1216–17: „Ok af þessum málum gekk virðing hans við mest hér á landi. Hann gerðist skáld gott ok var hagr á allt þat, er hann tók höndum til, ok hafði inar beztu forsagnir á öllu því, er gera skyldi [269].“ Hér segir sagan bæði kost og löst á Snorra. Auð­ söfnun hans, sem sagan segir frá, sýnir að hann kunni að fara með fé og sú ábyrgð, sem honum er lögð á herðar margsinnis, að vera lögsögumaður, ber vitni um að menn hafa borið virðingu fyrir lagaþekkingu hans og líklega einnig stjórnmálasnilld hans þótt sumir þættust bera skarðan hlut frá borði í samskiptum við hann. En þeir lestir sem frásögnin ber á hann, græðgi (ava- ritia) og losti (fornicatio), voru hvorttveggja meðal helstu synda á miðöldum svo að dómur Sturlu um fóstra sinn er ekki mildur. Ætla má að lýsingarnar á dauðastundum Sturlusona eigi að skoða eins og hnotskurn af lífi þeirra. Raunar var það algengara í erlendum miðaldaritum að draga saman persónulýsingu eins og eftirmæli eftir að sagt hafði verið frá andláti persónunnar en kynna þær til sögu eða fella dóma þegar þær fyrst láta til sín taka að einhverju ráði eins og gjarnan er gert í Íslendingasögum og gert er í tilfelli Snorra. En á miðöldum var almennt álitið að dauðastundin skipti miklu máli. Viðbrögð við dauðanum eru oft notuð í fornsögum til að sýna í sjónhending hvað býr í sögufólkinu – oftast til að stækka það – og um leið að hnykkja á orðspori þess. Fjölmargar lýsingar á hetjudauða sýna þetta. Í forn­ sögunum er þó ekki aðeins vopndauði notaður til að draga saman mannlýs­ ingu. Mönnum, sem látast voveiflega eða á sóttarsæng, er einnig lýst and­ spænis dauðanum. Þórður Sturluson lést á sóttarsæng 1237 umkringdur fjöl­ skyldu og vinum. Sighvatur, bróðir hans, féll hins vegar á vígvellinum á Örlygs­ stöðum 1238 og gekk hann ákveðinn og óhræddur í dauðann samkvæmt lýs­ ingu Íslendinga sögu. En vinir hans reyndu að koma í veg fyrir að hann yrði drepinn og guldu með lífi sínu. Gagnstætt bræðrum sínum var Snorri Sturluson alveg óviðbúinn þegar Gissur Þorvaldsson réðst til atlögu í Reykholti 23. september 1241 og lét drepa hann. Í augum miðaldamanna var það almennt talið manni til vansæmdar að deyja óviðbúinn, ekki síst fyrir morðingjahendi. Líklega hafa menn hér á landi verið svipaðrar skoðunar. Síðustu orð Snorra: „Eigi skal höggva“ – hafa yfirleitt verið talin vitna um skort á hetjuskap eins og flest það sem hann tók sér fyrir hendur og Íslendinga saga segir frá. Snorra hafi skort viljastyrk bræðra sinna og ró andspænis dauðanum. Lýður Björnsson sagnfræðingur hefur þó bent á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.