Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 125
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2010 · 4 125
gefið út til þess að villa um fyrir manneskjunum, gera þær heimskar, illa inn
rættar og hverja annarri líkar. Það sem snertir við manni með nokkuð óvenju
legum hætti kemur ekki lengur út að heitið getur“ (122–123).
Kommarnir og íhaldið
Pólitísk saga Ragnars er hin merkilegasta. Í bók Jóns Karls er gripið á henni hér
og þar en aðferð höfundar gerir hana mjóslegnari og slitróttari en efni standa
til. Hér og þar sjáum við, einkum af vísunum í bréf til Bjargar eiginkonu
Ragnars frá fjórða áratugnum, að Ragnar var á þeim tíma afar sjaldgæfur
pólitískur fugl: kapítalisti og kommúnisti. Aðdáandi Einars Olgeirssonar, sam
starfsmaður Kristins E. Andréssonar í bókaútgáfu. Hann veltir því fyrir sér
eins og Líu Sjaósjí í Kína í frægu bókarkveri, hvað það þýði „að vera góður
kommúnisti“ og svarar sér á þennan veg: „Það heimtar fórnir, alvarlega vinnu
og skilyrðislaust starf“. En á dögum Nóbelshátíðar er þetta liðin tíð, Ragnar
hefur fyrir löngu fjarlægst þessar hugmyndir, finnst kommúnisminn hið versta
böl og setur reyndar allan sósíalisma undir sama hatt og spíritisma – hvoru
tveggja er „barnaleg ósk sem menn heimta að gera að veruleika“ (174). Og eins
og síðar verður á minnst, finnst honum beinlínis „óhugnanlegur óþefur“ (241)
af ýmsu því sem Nóbelsskáldið skrifar um það leyti um heimspólitík.
Hér er stökk stórt milli bakka sem hefði mátt reyna að brúa betur í bókinni.
Að vísu er komið inn á það að Ragnar er hjá hægrimönnum grunaður um
græsku, um að vera hallur undir kommana – um leið og kommar telja hann
liðhlaupa sem hafi gengið í björg hjá íhaldinu til að standa betur að vígi í
bönkum. Hvorutveggja ber hann af sér í bréfi til Bjarna Benediktssonar sem
vitnað er til (308). En kannski er tölvert til í báðum ásökunum! Einkum ef við
viljum taka mark á því að listir og bókmenntir séu „haldreipi og lífsfylling“
Ragnars eins og hann komst að orði í viðtali í Eimreiðinni árið 1975 við
væntanlega leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í anda og verki, Davíð Oddsson og
Hannes H. Gissurarson.
Pólitíkin er Ragnari þá ekki síst tæki til að fylgja eftir þessari kenningu um
„haldreipi“ nútímamannsins. Honum er „hlýtt til kommanna“ sem einstak
linga, segir hann í bréfi til Matthíasar Johannessen (MJ 370) og í Eimreiðarvið
talinu rétlætir hann rauðar æskusyndir með því að segja að fyrr á árum hafi
mörkin ekki verið „eins glögg og nú milli sósíalista og fólks með aðrar pólit
ískar skoðanir.“ Þetta hljómar einkennilega – voru menn ekki í hatrömmu
stéttastríði fyrr á tíð? En útskýring Ragnars er þessi: „Við vorum allir húman
istar og það laðaði suma að sósíalismanum að kenningar hans voru mannlegar.“
(EIM 187).
Ragnar trúir á snillinga eða kannski öllu heldur á snilldina – en hann er ekki
elitísti. Hann líkist ekki frænda sínum Þórði Sigtryggssyni sem sagði: hvað er
varið í að njóta lista og bókmennta ef hvaða drull sem er getur gert það líka?
Ragnar er jafnaðarmaður í menningarpólitík. Hann vill breiða út fagnaðarer
indið. Hann vill bæði ala upp góða tónlistaráheyrendur og koma á fót sinfón