Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 126

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 126
D ó m a r u m b æ k u r 126 TMM 2010 · 4 íuhljómsveit (42–43). Hann vill koma heimsbókmenntum inn í hvert hús. Hann vill dreifa eftirprentunum af listaverkum um allt land í þeirri von að seinna fylgi á eftir frummynd sem verður húsráðendum eins kær og myndir Ásgríms og Kjarvals honum sjálfum (189). Hann vill og þarf að eiga sér félags­ skap um þessi markmið. Og ekki aðeins t.d. í Tónlistarfélaginu. Kannski ræður sú þörf miklu um það að hann slæst fyrst í för með sósíalistum? Hann segir í bréfi til Bjargar frá 1937 að honum sé „kær sósíalisminn … sem gefur okkur tækifæri til þess að lifa eins og menningarfólk án þess að þurfa að safna utan um okkur fé“ (159). Þegar svo Ragnar hefur síðar, svo sem líklegt var vegna stöðu hans og þeirrar einstaklingshyggju sem býr í honum við hlið menningar­ jafnaðarstefnu, slegist í lið með sjálfstæðismönnum, þá þreytist hann aldrei á að brýna þá á því að þeir standi „kommum“ að baki einmitt að því er varðar afstöðu til mikilvægis lista og bókmennta. Það kemur afar vel fram í ýmsum heimildum öðrum en þeim sem Jón Karl Helgason notar. Í bréfi frá Ragnari til Matthíasar Johannessen segir hann meðal annars að listamenn séu eins og konur „… þeir hallast að þeim sem sýna þeim traust og meta þá. Kommúnistar hafa þetta á sínu prógrammi en hinn kapítalíski heimur hefur fram á þennan dag keppst við að fyrirlíta listamenn“ (MJ 369). Hann vill tosa hægrimenn inn á sína menningarlínu og veifar fordæmi sem vinstrimenn hafa sýnt svo sem til að ögra þeim: ætlið þið að láta kommana eina um menninguna! Í Eimreiðar­ viðtalinu segir hann: „Sjálfstæðismenn hafa enn ekki gert sér grein fyrir því hvað það er mikilvægt að hafa listamennina sín megin“. Hann hnykkir svo á með því að mikla fyrir sér stórlega áhrif listamanna sem hann kallar „lang­ voldugasta afl samfélagsins. Það voru þeir sem komu Adolf Hitler fyrir kattar­ nef“ (EIM 188). Sem er að sjálfsögðu ekki rétt, því miður. Í framhaldi af þessu öllu dregur menningaráróður Ragnars stundum nokkuð spaugilegan dám af beinum flokkshagsmunum sjálfstæðismanna. Hann segir við Matthías að sumt sem komi fram í samtölum hans við Þórberg og á að fara í bókina „Í kompaníi við allífið“ geti orðið „stórkostlegt innlegg í kosningabaráttuna á komandi vori!“ (MJ 372). Menn gætu vafalaust dregið af því sem nú var tekið saman þá ályktun að saga Ragnars staðfesti útbreiddar hugmyndir um að menningarlífið hafi allt mótast af samsærum til hægri og vinstri um að „halda fram sínum mönnum“ og draga alla í hægri og vinstri dilka. Nei – því mótmælir bókin í raun og það er einn ágætur kostur hennar. Ekkert er einfalt. Borgaralegur menningarhöfðingi eins og Sigurður Nordal kann illa við pólitík Halldórs Laxness en virðir hann miklu meira en „samherja“ á borð við Guðmund Hagalín og Kristmann sem hann kallar „siðferðilega sjúklinga“ (129) og sjálfan Tómas Guðmundsson aumingja í aðra röndina. Stríðið sem Ragnar stendur í um það hverjir stjórna tónlistar­ málum í landinu kemur hægri og vinstri ekkert við – hann hamast gegn „druslum“ eins og Vilhjálmi Þ. Gíslasyni útvarpsstjóra og Guðlaugi Rósinkranz þjóðleikhússtjóra: „okkur finnst þessi fífl hafa fengið nóg í hendur“ (40). Mynd­ listarstríðin á hans dögum koma pólitík lítið við – þar er í rauninni deilt um „völd, peninga og úthlutun á tækifærum“ (66) segir Jón Karl réttilega.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.