Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 127
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2010 · 4 127
Ekki góður maður
En engu að síður eru póltísk viðhorf í bland við siðferðilegar kröfur á ferð í mati
Ragnars á skáldskap – og ekki síst í gagnrýni hans á verk sjálfs Nóbelsskáldsins
sem kallast á við svipuð viðhorf Sigurðar Nordals. Þetta kemur skýrt fram í
einum athyglisverðasta kafla bókar Jóns Karls Helgasonar.
Þeir vinir skrifast á um Gerplu og sýnist fyrst sitt hvorum: Ragnar er hrifinn
en Sigurður ekki. Það dregur þó saman með þeim. Báðir hafa ýmigust á Hall
dóri Laxness sem pólitískum pistlahöfundi, svo sem kannski mætti við búast.
En hér er mun fleira á ferð.
Eimreiðarviðtalið sem fyrr var nefnt ber yfirskriftina „Trúin og listin –
haldreipi og lífsfylling nútímafólks“. Ekki aðeins listin – trúin einnig. Nú er að
sönnu ekki auðvelt að átta sig á því hver trú Ragnars er. Ekki virðist hann búast
við persónulegu framhaldslífi en telur sig engu að síður bænheitan á kristna
vísu. En svo mikið er víst að þegar trú og list koma saman í huga hans þá fylgir
með einhver sú siðferðileg krafa sem hann telur að Halldór Laxness rísi ekki
undir. Hann ámælir Halldóri fyrir „virðingarleysi fyrir helgidómum annarra
manna“. Þeir Sigurður koma sér saman um að „hugvitið, artisteríið“ hjá
Nóbels skáldinu sé í góðu lagi en hjartalagið ekki (242). Þeir virðast sammála
um að Halldóri hafi að því leyti farið aftur að hann eigi minna og minna af
tilfinningum til að gefa persónum sínum, Ragnar tekur undir það að „blóð
leysi“ hrjái persónur Halldórs og verk hans eigi sér „ekki þann eld og straum
þunga „sem eilíft varir í gildi“ (243). Kannski þeir félagar sætti sig við bækur
eins og Sjálfstætt fólk og Heimsljós en mun síður Atómstöðina og Gerplu? Það
kemur ekki skýrt fram. En það er ljóst að Ragnar telur að Halldór Laxness hafi
„fallið fyrir sjálfselsku sinni, er hið illa og góða háði stríð í blóði hans hafi hið
góða tapað“. Og bætir því við að það sé vegna þess að „hið dökka í fari hans
lagði til beittari vopn“. Meira en svo – Ragnar tekur svo djúpt í árinni að segja
: „Halldór Kiljan Laxness er ekki góður maður, hann bindur ekki vináttu við
neitt. Hinn stærsti er sá sem á mest af kærleika“ (245).
Hér er felldur grimmur dómur yfir Nóbelsskáldinu sem manneskju og má
spyrja: með hvaða rétti heldur Ragnar öðru eins fram og að hann „bindi ekki
vináttu við neitt“? En hér er öðrum þræði á ferð eitthvað sem nær út fyrir Hall
dór sjálfan. Vonin um að gott skáld sé um leið góður maður lifir í Ragnari, eins
og mörgum öðrum sem gera sér skáldskapinn að veraldlegri kirkju, og þessi
von er í uppnámi. Ragnar segir í bréfi frá 1953 um Gerplu: „Þetta er gerviskáld
skapur á ákaflega háu plani eins og margir stærstu listamenn heimsins fram
leiða“ (242). Halldór syndgar sumsé í góðu kompaníi. Við erum komin á næsta
bæ við áhyggjur Thomasar Mann af siðleysi listrænnar snilldar sem er eitt
höfuðstefið í skáldsögunni um tónsnillinginn Adrian Leverkühn, Doktor
Faustus. Ragnar hefur oftar en ekki áhyggjur af því að í list mikilla snillinga
„þar skýtur djöfullinn upp kollinum“ – eins og hann er reyndar látinn gera hjá
Thomasi Mann. Dæmi Halldórs Laxness verða til að draga í efa trú Ragnars á