Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 127

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 127
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 4 127 Ekki góður maður En engu að síður eru póltísk viðhorf í bland við siðferðilegar kröfur á ferð í mati Ragnars á skáldskap – og ekki síst í gagnrýni hans á verk sjálfs Nóbelsskáldsins sem kallast á við svipuð viðhorf Sigurðar Nordals. Þetta kemur skýrt fram í einum athyglisverðasta kafla bókar Jóns Karls Helgasonar. Þeir vinir skrifast á um Gerplu og sýnist fyrst sitt hvorum: Ragnar er hrifinn en Sigurður ekki. Það dregur þó saman með þeim. Báðir hafa ýmigust á Hall­ dóri Laxness sem pólitískum pistlahöfundi, svo sem kannski mætti við búast. En hér er mun fleira á ferð. Eimreiðarviðtalið sem fyrr var nefnt ber yfirskriftina „Trúin og listin – haldreipi og lífsfylling nútímafólks“. Ekki aðeins listin – trúin einnig. Nú er að sönnu ekki auðvelt að átta sig á því hver trú Ragnars er. Ekki virðist hann búast við persónulegu framhaldslífi en telur sig engu að síður bænheitan á kristna vísu. En svo mikið er víst að þegar trú og list koma saman í huga hans þá fylgir með einhver sú siðferðileg krafa sem hann telur að Halldór Laxness rísi ekki undir. Hann ámælir Halldóri fyrir „virðingarleysi fyrir helgidómum annarra manna“. Þeir Sigurður koma sér saman um að „hugvitið, artisteríið“ hjá Nóbels skáldinu sé í góðu lagi en hjartalagið ekki (242). Þeir virðast sammála um að Halldóri hafi að því leyti farið aftur að hann eigi minna og minna af tilfinningum til að gefa persónum sínum, Ragnar tekur undir það að „blóð­ leysi“ hrjái persónur Halldórs og verk hans eigi sér „ekki þann eld og straum­ þunga „sem eilíft varir í gildi“ (243). Kannski þeir félagar sætti sig við bækur eins og Sjálfstætt fólk og Heimsljós en mun síður Atómstöðina og Gerplu? Það kemur ekki skýrt fram. En það er ljóst að Ragnar telur að Halldór Laxness hafi „fallið fyrir sjálfselsku sinni, er hið illa og góða háði stríð í blóði hans hafi hið góða tapað“. Og bætir því við að það sé vegna þess að „hið dökka í fari hans lagði til beittari vopn“. Meira en svo – Ragnar tekur svo djúpt í árinni að segja : „Halldór Kiljan Laxness er ekki góður maður, hann bindur ekki vináttu við neitt. Hinn stærsti er sá sem á mest af kærleika“ (245). Hér er felldur grimmur dómur yfir Nóbelsskáldinu sem manneskju og má spyrja: með hvaða rétti heldur Ragnar öðru eins fram og að hann „bindi ekki vináttu við neitt“? En hér er öðrum þræði á ferð eitthvað sem nær út fyrir Hall­ dór sjálfan. Vonin um að gott skáld sé um leið góður maður lifir í Ragnari, eins og mörgum öðrum sem gera sér skáldskapinn að veraldlegri kirkju, og þessi von er í uppnámi. Ragnar segir í bréfi frá 1953 um Gerplu: „Þetta er gerviskáld­ skapur á ákaflega háu plani eins og margir stærstu listamenn heimsins fram­ leiða“ (242). Halldór syndgar sumsé í góðu kompaníi. Við erum komin á næsta bæ við áhyggjur Thomasar Mann af siðleysi listrænnar snilldar sem er eitt höfuðstefið í skáldsögunni um tónsnillinginn Adrian Leverkühn, Doktor Faustus. Ragnar hefur oftar en ekki áhyggjur af því að í list mikilla snillinga „þar skýtur djöfullinn upp kollinum“ – eins og hann er reyndar látinn gera hjá Thomasi Mann. Dæmi Halldórs Laxness verða til að draga í efa trú Ragnars á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.