Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 128
D ó m a r u m b æ k u r 128 TMM 2010 · 4 jákvæð áhrif lista yfirleitt. Hann hefur áhyggjur af siðleysi bókmenntanna – rétt eins og Lev Tolstoj á sinni tíð. En Tolstoj var það skáld sem harðast hefur fordæmt skáldskapinn fyrir að skemmta ríkum og menntuðum iðjuleysingjum með fjasi um losta og ágirnd og greina ekki á milli góðs og ills. Rétt eins og Ragnari fannst obbinn af því sem hann sá í bókabúð til þess eins gefið út að „villa um fyrir manneskjunum, gera þær heimskar og illa innrættar“ – eins og áður var nefnt (123). Tolstoj biður um bókmenntir sem þjóna „lögmáli hins góða“ sem hann kallaði svo. Ragnar segir þann mann mestan sem kærleikann á. En hann segir fátt um það hvar slíkan mann er að finna í hópi skálda. Hann er í vandræðum með listatrú sína og veruleika bókmenntanna. Kannski er hér að finna eina ástæðuna fyrir því að hrifning hans er mun meiri þegar talið berst að tónlist og myndlist en þegar skáldskapur er á vörum hans? Í orðlausum listum er færra að trufla hann við að lyfta sér á flug í þeirri „draumleiðslu í miðjum veruleikanum“ (HKL 9) sem Halldór Laxness taldi lýsa best lífi hans. Þetta er merkilegt – og hefur þegar á bók Jóns Karls er litið þau undarlegu áhrif að það er sem fögnuðurinn yfir Nóbelsverðlaununum gufi upp úr henni. Það sem upp úr stendur er það sem Ragnari finnst að Halldóri Laxness og verkum hans. Á þá beiskju falla áherslurnar. Það er engin Nóbelshátíð. Enda hefst hún ekki fyrr en að búið er að setja punkt aftan við þessa bók. Það er þá sem Ragnar í Smára tekur gleði sína, við hátíðahöldin er hann „barmafullur af lifandi sólskini“ því honum finnst að nú skynji allur heimur að Ísland og Íslendingar eru „merkilegt land og merkilegt fólk“ (JKH 229). Heimildir á flakki Það er líka fleira sem dregur úr þýðingu þess að draga lífshlaup Ragnars í Smára saman í nokkurra daga „timelapse“ rétt fyrir Nóbelshátíðina. Ég á við þá aðferð sem fyrr var nefnd, að búa til samtöl og eintöl úr heimildum, einkum bréfum, sem notaðar eru eins og höfundur segir sjálfur „í allt öðru samhengi en þær urðu til í“ (333). Þessi aðferð hefur sína kosti. Það hníga veigamikil reynslurök að því ofur­ raunsæi að leyfa manni að upplifa alla sína ævi á skammri stundu þegar mikil tíðindi verða. Það er einatt skemmtileg nánd í þeim „ekta“ tilsvörum sem úr bréfunum fást. En það er margt að varast. Tengingarnar sem hafðar eru til að réttlæta samklippið, montasjið, eru stundum skemmtilegar en of oft þvingaðar og langsóttar. Aðferðin gerir ráð fyrir að hlaupið sé fram og aftur um æviár Ragnars í Smára, sem hlýtur að gera það erfitt fyrir marga lesendur að ná áttum, nema þá að lesarinn viti tölvert fyrirfram um fólkið sem við sögu kemur. Í sögum af Ragnari verða eyður og gloppur umfram það sem hefðbundnari ævisaga mundi bjóða upp á. Einna mest truflaði það þó þennan lesanda hér að einatt er setningum troðið inn í tilbúin samtöl með afar ótrúverðugum hætti. Eins og þegar Sigurður Nordal er í svefnrofunum látinn heimsækja Þóru Vig­ fúsdóttur, konu Kristins E . Andréssonar, og heyra af hennar vörum umkvörtun um að Halldór Laxness hafi gengið á mála hjá þeim arma kapítalista Ragnari í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.