Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 135
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2010 · 4 135
að erindi þeirra. Eins og kunnugt er var Matthías geysilega valdamikill maður
í íslensku samfélagi um nærri hálfrar aldar skeið sem ritstjóri áhrifamikils fjöl
miðils. Hann hætti í því starfi þegar hann varð sjötugur fyrir áratug en hefur
síðan iðulega látið í sér heyra, til dæmis á síðum þessa tímarits en þó fyrst og
fremst á netinu og í sínum gamla miðli, Morgunblaðinu. Við höfum fengið
skýr skilaboð frá honum um ógeð hans á þróun íslensks samfélags, græðgis
svæðingunni, frekjunni, tillitsleysinu í þeim nýríku. En hvaða skilaboð vill
hann að ný ljóð sín beri til gamalla og nýrra lesenda?
Komið er haust
Fyrst verða fyrir lesanda skilaboð um að skáldið sé orðið gamalt. Mörg ljóð
fjalla um ellina að einhverju eða öllu leyti. Eitt hið sterkasta stendur fyrst í Bók
I og er nafnlaust eins og mörg áhrifamestu ljóð bókarinnar:
Komið er haust í hjarta mitt
senn hættir það að slá,
bregður fyrir bliki
af brýndum ljá,
einhver heldur á
vopninu sem vofir yfir mér.
Veit samt ekki hver.
Þó að ellin sé algengt yrkisefni fylgir þessi angistartónn því ekki alltaf. Matt
hías hefur um of margt að hugsa; hugur hans er hreinlega alltof lifandi og
virkur til að festast í möskvum efans þó að þeir slæði stundum eftir honum.
Strax næsta ljóð, „Eftir uppskurð“, er mun bjartsýnna. Það þarf ekki að kvíða
dauðanum því ferðinni er heitið „á fund þeirra vængja / sem flögra við lauf
sólarþakið“ (10). Síðar í bókinni nýtur hann fylgdar hans sem hann trúir fyrir
framtíð sinni („Fylg þú mér“, 31) og „felur anda sinn þeim sem sólina / skóp,
jörð og upphimin“ („Nýtt landnám“, 66).
En þó að Matthías gefi oftast í skyn að hann mæti dauðanum (og guði
sínum) af stillingu er hann ekki sammála Kristjáni Fjallaskáldi sem „ákallar /
aldurtilann sem lækni sárin“ (65):
Nei, að njóta
þeirra naumu sárlöngu stunda
og fáeinu geisla sem gefast,
það græðir sárasta uppgjör sem annars
væri aðeins tilbúið líf
og trú til að efast.