Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 10
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 10 TMM 2014 · 4 Þorvaldur: Alþingi fól Atla Gíslasyni alþingismanni Vg og hæstaréttar­ lögmanni forustu fyrir þingmannanefnd til að vinna úr skýrslu Rann­ sóknar nefndarinnar og gera tillögur um viðbrögð þingsins. Þingmanna­ nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að aðalábyrgðarmenn hrunsins í hópi opinberra starfsmanna væru átta, ekki sjö, bætti einum fv. ráðherra í púkkið. Þegar til kastanna kom, sneri Alþingi baki við niðurstöðum þingmanna­ nefndarinnar með því að hlífa öllum nema einum, Geir H. Haarde fv. for­ sætisráðherra, sem var dreginn fyrir Landsdóm, einn af átta. Hvað gekk á í þinginu þessa daga? Þráinn: Það sem fór fram í þinginu í heyranda hljóði er að sjálfsögðu varðveitt í Stjórnartíðindum, og um það sem þar fór fram bakvið tjöldin veit ég því miður lítið eða öllu heldur ekki neitt. Ég var nýliði á þingi í hópi með þrem öðrum reynslulausum nýliðum í nýrri og veikburða stjórn­ málahreyfingu. Þrátt fyrir þetta fór það ekki framhjá mér eða félögum mínum í Borgarahreyfingunni að þarna var mikil undiralda. Mér sem nýliða á þingi fannst næstum óbærilegt að vera allt í einu kominn í þá stöðu að greiða atkvæði um hvort kalla skyldi saman sérstakan dómstól, Landsdóm, til að dæma um sekt eða sakleysi ákveðinna manna sem nafngreindir voru í skýrslu þingmannanefndarinnar. Að vera opinber ákærandi var ekki hlut­ verk sem mér fannst eiga að tilheyra því að vera fulltrúi á löggjafarþingi eða samræmast löggjafarvaldinu. Mér fannst þá og finnst enn að ein lög eigi að gilda fyrir alla þjóðfélags­ þegna, háa sem lága, og sömu dómstólar. Hins vegar voru í gildi lög um Landsdóm og ég leit svo á að ég yrði að virða þau lög í stað þess að sniðganga þau, ekki síst vegna þess að stórfelld lagasniðganga var greinilega ein aðalorsök þess vanda sem þjóðin stóð frammi fyrir. Það er almenn regla að ekki skuli ákæra fólk og leiða fyrir dómstóla nema meiri líkur en minni séu á sakfellingu. Þessi regla kom mér að litlum notum við að gera upp hug minn, því að þegar ég hef fylgst með málaferlum hafa íslenskir dómstólar mjög oft komið mér ákaflega á óvart með niðurstöðum sínum og allrasíst fannst mér ég geta giskað á hvernig Landsdómur mundi taka á málum ef hann væri vakinn og kallaður saman til að dæma án allra fordæma. Ég þarf vitanlega ekki að rekja það hér hvernig atkvæðagreiðslan fór að lokum, en það var mér mikið áfall að sjá þess greinileg merki að stjórnmála­ skoðanir eða flokkshollusta réði því í einhverjum tilvikum hvernig atkvæði féllu. Ég hafði verið sannfærður um að síðasta ríkisstjórn hefði verið vanhæf og hafði sjálfur staðið fyrir utan Alþingishúsið og tekið þátt í talkórnum sem sagði aftur og aftur: „Vanhæf ríkisstjórn.“ Ég taldi mig hafa farið að lands­ lögum með því að greiða því atkvæði að forystumenn þeirrar ríkisstjórnar kæmu fyrir Landsdóm, og þá varð ég þess skyndilega áskynja að brögð voru í tafli. Fólk úr fráfarandi ríkisstjórn tók þátt í atkvæðagreiðslunni án þess að hika og notaði atkvæði sitt til að reyna að bjarga flokksfélögum sínum undan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.