Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 10
Þ o r va l d u r G y l fa s o n
10 TMM 2014 · 4
Þorvaldur: Alþingi fól Atla Gíslasyni alþingismanni Vg og hæstaréttar
lögmanni forustu fyrir þingmannanefnd til að vinna úr skýrslu Rann
sóknar nefndarinnar og gera tillögur um viðbrögð þingsins. Þingmanna
nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að aðalábyrgðarmenn hrunsins í hópi
opinberra starfsmanna væru átta, ekki sjö, bætti einum fv. ráðherra í púkkið.
Þegar til kastanna kom, sneri Alþingi baki við niðurstöðum þingmanna
nefndarinnar með því að hlífa öllum nema einum, Geir H. Haarde fv. for
sætisráðherra, sem var dreginn fyrir Landsdóm, einn af átta. Hvað gekk á í
þinginu þessa daga?
Þráinn: Það sem fór fram í þinginu í heyranda hljóði er að sjálfsögðu
varðveitt í Stjórnartíðindum, og um það sem þar fór fram bakvið tjöldin
veit ég því miður lítið eða öllu heldur ekki neitt. Ég var nýliði á þingi í
hópi með þrem öðrum reynslulausum nýliðum í nýrri og veikburða stjórn
málahreyfingu. Þrátt fyrir þetta fór það ekki framhjá mér eða félögum
mínum í Borgarahreyfingunni að þarna var mikil undiralda. Mér sem nýliða
á þingi fannst næstum óbærilegt að vera allt í einu kominn í þá stöðu að
greiða atkvæði um hvort kalla skyldi saman sérstakan dómstól, Landsdóm,
til að dæma um sekt eða sakleysi ákveðinna manna sem nafngreindir voru
í skýrslu þingmannanefndarinnar. Að vera opinber ákærandi var ekki hlut
verk sem mér fannst eiga að tilheyra því að vera fulltrúi á löggjafarþingi eða
samræmast löggjafarvaldinu.
Mér fannst þá og finnst enn að ein lög eigi að gilda fyrir alla þjóðfélags
þegna, háa sem lága, og sömu dómstólar. Hins vegar voru í gildi lög um
Landsdóm og ég leit svo á að ég yrði að virða þau lög í stað þess að sniðganga
þau, ekki síst vegna þess að stórfelld lagasniðganga var greinilega ein
aðalorsök þess vanda sem þjóðin stóð frammi fyrir.
Það er almenn regla að ekki skuli ákæra fólk og leiða fyrir dómstóla nema
meiri líkur en minni séu á sakfellingu. Þessi regla kom mér að litlum notum
við að gera upp hug minn, því að þegar ég hef fylgst með málaferlum hafa
íslenskir dómstólar mjög oft komið mér ákaflega á óvart með niðurstöðum
sínum og allrasíst fannst mér ég geta giskað á hvernig Landsdómur mundi
taka á málum ef hann væri vakinn og kallaður saman til að dæma án allra
fordæma.
Ég þarf vitanlega ekki að rekja það hér hvernig atkvæðagreiðslan fór að
lokum, en það var mér mikið áfall að sjá þess greinileg merki að stjórnmála
skoðanir eða flokkshollusta réði því í einhverjum tilvikum hvernig atkvæði
féllu. Ég hafði verið sannfærður um að síðasta ríkisstjórn hefði verið vanhæf
og hafði sjálfur staðið fyrir utan Alþingishúsið og tekið þátt í talkórnum sem
sagði aftur og aftur: „Vanhæf ríkisstjórn.“ Ég taldi mig hafa farið að lands
lögum með því að greiða því atkvæði að forystumenn þeirrar ríkisstjórnar
kæmu fyrir Landsdóm, og þá varð ég þess skyndilega áskynja að brögð voru
í tafli. Fólk úr fráfarandi ríkisstjórn tók þátt í atkvæðagreiðslunni án þess að
hika og notaði atkvæði sitt til að reyna að bjarga flokksfélögum sínum undan