Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 44
R a g n a S i g u r ð a r d ó t t i r
44 TMM 2014 · 4
hefur það hlaðist upp dag frá degi. Græn ermi liggur niður eftir dökkri
buxnaskálm. Hvítt, bleikt og blátt blandast saman í óreiðu neðst í hlíðunum.
Jarðlög í vorleysingum. Svartur sokkur hefur dottið á gólfið. Gufan stígur
upp af straujárninu.
2.
Fjallahringurinn rammar inn dagana. Bláfjöllin í austri, þá Helgafell og
Langa hlíðin í suðurátt. Keilir rís upp úr byggðinni í hásuðri, blár þrí
hyrningur eins og í titli á skáldsögu. Í vestri er Snæfellsjökull gegnsær, blá
hvítur draumur fljótandi við sjóndeildarhring, fjallgarðurinn á Snæfellsnesi
birtist og hverfur eftir skyggni. Akrafjallið og Skarðsheiðin loka hringnum,
Esjan.
21.02.13.
Grænn mosi óx meðfram malbikuðum göngustígnum. Undanfarna daga
hafði rignt, líka í dag. Mosinn drakk í sig rakann og græni liturinn minnti á
flauel, áferðarfallegt, mjúkt og gljúpt.
Hugurinn var á tætingi, yfirfullur af tímasetningum. Skiladögum og
stunda töflum, mánaðardögum og peningaupphæðum. Mér tókst ekki að
hreinsa út þetta hringl af einhverju sem mér fannst ég þurfa að muna.
Dagurinn var grár eins og venjulega, febrúar hafði verið með eindæmum
hlýr. Mildir dagar áður en vorar.
Sjónsviðið var fyllt af svargárri möl og grjóti, ég gekk eftir malarslóðanum
við Norðurnesveginn, leit ekki upp og horfði hvorki til hægri né vinstri. Ég
gekk bara og beið eftir því að gangan hreinsaði hugann.
Inni í hverfinu miðju heyrði ég hróp og köll í börnum að leik. Íbúar rauða
timburhússins efst á hæðinni höfðu strengt aparólu í halla í túninu hjá sér
og rétt í þessu gossaði einhver í hvítri úlpu æpandi niður eftir strengnum og
lenti mjúklega á þykkri dýnu sem beið lóðrétt á leiðarenda. Efst í brekkunni
beið hópur af krökkum þess að röðin kæmi að þeim. Við hliðina á rauða
húsinu sá ég leikjakastala málaðan í sama lit, ég hafði ekki tekið eftir honum
áður. Í huganum stökk ég á róluna og geystist hvínandi niður vírinn.
Ég gekk áfram og kinkaði kolli til þéttvaxinnar konu með lúpulegan hund
í stuttum taumi. Í girðingu snudduðu skítugir hestar í leðju og aur, stálpað
folald meðal þeirra.
Aftur við Norðurnesveg ruddust abstrakt form inn á sjónsviðið, skærgul
plastfata á dökkgráum bakgrunni úr sandi, nokkrum skrefum lengra himin
blár hálfhringur.
21.03.13
Dagarnir á undan höfðu verið ískaldir og norðaustanstormur gengið yfir
með öskumistri. Nú hafði hlýnað og þegar ég gekk af stað um fimmleytið
var sólin ennþá hlý. Hún vermdi mig alla leið upp á hæðina, á meðan ég gekk