Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 58
B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r 58 TMM 2014 · 4 hann játar að hann þurfi kannski að endurskoða sitthvað í eigin afstöðu, t.d. andúðina á að líta á „kvenkynshjú sem jafningja“ (48) og löngunina til að ávíta það fyrir stríðni og strákskap. Svipaða sögu er að segja um hvernig afstaða Björns til Schevings þróast. Lengst af sögu getur gamli klerkurinn ekki dulið hvað honum þykir sveinn­ inn skoplegur en játar þó um síðir að hann elski hann. Pilturinn verður honum þó aldrei eins kær og María og sumpart kann það að vitna um veru­ leikann utan sögunnar. Einkabarn sitt, Halldór, misstu Björn og Rannveig ungan en tóku að sér að minnsta kosti sjö uppeldisbörn og af þeim varð stúlkan Þóra Guðbrandsdóttir þeim nákomnari en önnur.19 Mönnum hefur líkað misvel að þroskasaga Björns í skáldsögunni kemur ekki heim og saman við ýmsar sögulegar heimildir er lýsa honum sem hörðu yfirvaldi jafnt í bú­ sem klerkskap.20 Í samtölum hef ég að minnsta kosti heyrt fólk kvarta undan því að 18. aldar valdsmaðurinn sé fegraður um of og á prenti hefur verið á bent að hann og Eggert Ólafsson séu báðir rómantíser­ aðir nokkuð.21 En Gestakomurnar eru ekki sagnfræðirit og í þeim má raunar finna dæmi þess að hugmyndum manna um sögulegu skáldsöguna sé gefið langt nef − á allt að því ærslafullan hátt. Eina lýsingu Björns á Scheving má hafa til marks um það, í sömu mund og hún sýnir hvílíkt viðmið kartaflan er í hugsun klerksins: Scheving […] á sitt fastaland og hugarheim, hvergi nema í gerjuninni. Verður þetta aldrei ljósara en í nánd við Maríu, þar sem hann er rofinn úr sínum þungu ölgerðar­ þönkum og veit þá ekki hvernig hann á af sér að láta. Er hann að þessu leyti mjög ólíkur kartöflunni að sköpulagi og skapgerð. Moldareðlið gerir jarðeplið harðgert en jafnframt undirorpið meinsemdum, svosem nagi áttætlinga, loðmúsar og tóu, samt með gælum myglunnar. Þarf kartaflan án undantekninga til síns náttúrulega vaxtarlags köfnunarefni, þar eð Scheving er á hinn bóginn mjög nærri köfnun í hverju sínu fótspori nærri Maríu. Svo er hann hrasgjarn í kringum stúlkuna að það er allt eitt stórt veraldarinnar spectrum; í ófirð hennar er karlmennskan að vaxi gerð sem í eldsnánd: hann lyppast niður á þann dýpsta botn sem úthaf mannkenndanna streymir á. Þannig eitrast öll hans verund og verður að litlu gagni. (28−29) Þeir sem lesa sögulegar skáldsögur með stækkunargleri til að hafa upp á því sem þeir kalla „ónákvæmni“ geta fjasað hér yfir því að menn fóru ekki að nota danska orðið „kvælstof“, sem íslenskað er köfnunarefni, fyrr en á 19. öld þó að þeir uppgötvuðu efnið árið 1772 eða fyrr.22 Aðrir geta hins vegar skemmt sér við hversu listilega er efnt til blöndunarinnar sem getur af sér líkingarnar, bæði með nýju efni og gömlu, og á hve ísmeygilegan hátt gælur myglunnar við kartöfluna kallast á við köfnunareinkennin í göngulagi Schevings, sé María í nánd. Björn gamli endurskoðar þó ekki síður afstöðu sína til Halldórs etasráðs Mogensen. Enda þótt þessir tveir eigi sitthvað sameiginlegt – auk skólunar og margs konar þekkingar, t.d. ramman dauðageig − fer klerkur ekki dult með að það er enginn aufúsugestur sem birtist þegar Halldór knýr dyra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.