Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 103
H u g l e i ð i n g u m A n t o n i n A r t a u d TMM 2014 · 4 103 le Jugement de dieu. Antonin Artaud dó í París í mars árið 1948, tæplega 52 ára að aldri, hann var þá kominn með krabbamein og var illa farinn af veikindum og lyfjanotkun.9 3. Ljóðlistin fyllir rýmið Hugmyndir Artauds þróast og breytast mikið í gegnum reynslu hans í lífi og starfi; hann vildi að leikhúsið nálgaðist hluti handan tungumálsins. Nálgaðist lífið handan samfélags og siðmenningu. Með Grimmdarleikhús­ inu vill hann skapa nýtt tungumál og segir að leikhúsið muni aldrei finna eigin frumkraft fyrr en það hefur fundið sitt eigið tungumál. Áherslan á að vera á að finna ljóð í rými. Rýmis­ljóðræna er samkvæmt hugmynd Artauds allt það sem framkallar myndir í rými hér og nú: músík, hljóð, dans, hreyfing, ljós, litir. Annað sem einnig er mjög nýstárlegt í hugmyndum Artauds á þessum tíma og hefur haft mikil áhrif í leikhússögunni, er ofur­ áhersla hans á líkama leikarans. Fyrir Artaud er líkaminn hið eina sem gildir og hann er gagntekinn af því að upp­ hefja ætíð líkamann – sem hann lítur á sem hráan efnivið fyrir verkefni sín sem lúta að endurmati á lífi, dauða, samfélagi, skynjun –10 Artaud er undir áhrifum frá austrænu leikhúsi og þá sérstaklega dansleik­ húsi frá Balí sem hann var bergnuminn af. Áhrifin lutu ekki einungis að leiktækni og leikaranum heldur að leikhúsinu í heild sinni; búningum, sviði, grímum, litanotkun. Hann lýsti því á þann hátt að hreyfingar, litir, grátur í rýminu leiði okkur um grófa stíga hugans, inn í spennuástand sem líkist ljóðlist.11 Upplifun hans af austrænu leikhúsi verður til þess að hann leggur drög að hugmyndum að Grimmdarleikhúsinu. Hann var einnig undir áhrifum frá andraunsæi Alfreds Jarry eins og fyrr sagði, Van Gogh var honum hug­ leikinn, sem og skáld á borð við Arthur Rimbaud og Stéphane Mallarmé. Sigmund Freud og sálgreiningin skipa einnig stóran sess í hugmyndafræði Artauds, með draum­ og dulvitund í aðalhlutverki. Grimmdarleikhúsið á að virka á undirmeðvitund áhorfenda og jafnvel leiða þá í leiðslu. Í bréfi til vinar síns Jean Paulhan í ágúst 1932 skrifar hann að það sé staðreynd að enginn performans verði til án grimmdar.12 Í allri sköpun sé falin tortíming, í sköpun er falin líf og dauði. Með orðinu „grimmd“ vísar hann ekki til ofbeldis heldur á hann miklu frekar við nakinn sannleika og/ eða berskjaldaðar tilfinningar mannlegrar tilveru. Í grimmdinni er falinn lífsvilji og jafnvel lífshungur. Artaud vildi umbreyta leikhúsinu í helgiat­ höfn og koma með særingu af stað þroskaferli áhorfandans. Þannig átti að hefjast lækning á sjúkdómum vestrænnar siðmenningar og til verður hinn skapandi áhorfandi andstætt óvirkum borgaralegum áhorfanda fortíðar. Það voru fleiri leikhúsfrömuðir sem vildu umbylta leikhúsinu og vekja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.