Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 54
B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r 54 TMM 2014 · 4 III Sem bréfasaga eru Gestakomurnar nokkuð sérstæðar þar sem þær eru skrif­ aðar frá sjónarhorni persónu sem sér ekki glóru og stílaðar á mann sem er löngu dauður, þannig að hann fær hvorki bréfin – að minnsta kosti ekki á hefðbundinn hátt! − né á kost á að bregðast við þeim og hafa þannig áhrif á framhaldið. En formgerð sögunnar er eitt listilegasta einkenni hennar. Ýmsir hafa talið að á átjándu öldinni og/eða við lok hinnar sautjándu hafi hið einkanlega sem andstæða hins opinbera, komið til sögu í löndum eins og Þýskalandi, Frakklandi og Englandi.6 Þá hafi ekki bara forréttindafólk heldur ekki síst millistéttarkarlar tekið að líta á sig sem prívatpersónur sem töldu sig rækta innan fjölskyldunnar hin „hreinu mennsku tengsl“, og afstaða þeirra verið forsenda opinbers sviðs þess tíma.7 Bréfaskriftir hafi verið helsta aðferð manna til að kynnast eigin hugveru og rækta hugsamveru með öðrum − og eftir þjálfun bréfaskriftanna hafi þeir verið færir um að verða hluti af hinu opinbera sviði.8 Bréfin streymdu að minnsta kosti milli menntaðra karla í Evrópu – á fyrri hluta aldarinnar með þrungnu orðfæri sem gerði einatt engan greinarmun á vináttu og ást í karlfélaginu – undir lok hennar með öllu hófstilltara yfirbragði enda afstaðan til karlmennsku orðin einstrengingslegri en fyrr og smáfjölskyldan tekin að festast í sessi.9 Gestakomurnar falla að bréfaskiptum á seinni hluta aldarinnar. En sé tekið mið af þeim skiptum vitnar formgerð sögunnar ekki bara um strauma tímans, heldur öðru fremur ramma einangrun og djúpa einsemd séra Björns, sem er að sínu leyti fjölskyldulaus: Kominn aftur í Sauðlauksdal er hann fjarri konu sinni, löngu búinn að missa mág sinn, þann sálufélaga sem hann getur frekast rætt við sín hugðarefni, og stendur uppi, einn með tveimur vandalausum unglingsskjátum. Við því bregst hann með bréfaskriftum sínum og reynir að gera „fjarlægðina nálægð“, rifja upp gleði nálægðarinnar og öðlast hana „án líkama meðan fjarlægðin verður sálin“.10 En þar með er ekki allt sagt. Sagan skiptist í fjóra hluta og annar hlut­ inn er að nokkru ævintýraleg ferðasaga sem bréfritari hefur orðrétt eftir fjórðu persónunni er kemur mjög við atburðarás, Halldóri Mogesen etas­ ráði; örlagafyllibyttu og heimshornaflækingi. Hann er sá eini gamalla félaga Björns sem hann hefur ekki boðið til veislu sinnar en verður hinn óhægi gestur Lúkasarguðspjalls og jafnframt sá Lasarus sem upp er reistur í sögunni.11 Í öðrum hlutanum eru líka tilfærðir orðrétt kaflar úr innfjálgum ástarbréfum sem Halldór hefur skrifað fyrir Scheving til Maríu, rétt eins og Cyrano de Bergerac fyrir Christian til Roxane auk þess sem heil veisluræða er höfð eftir honum. Við allt þetta bætist að sagan er ekki síst þroskasaga hins aldurhnigna heldri manns, Björns í Sauðlauksdal − og framrásarsaga ástvinu hans, kartöflunnar. Og það er eitt af því sem vitnar um ísmeygilegan húmor er einkennir söguna alla: Rousseau og Júlía, Richardson og Pamela, Björn í Sauðlauksdal og kartaflan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.