Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 26
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 26 TMM 2014 · 4 strauma í þjóðfélaginu. En ef maður þrengir þetta og hugsar ekki lengur um þjóðina í heild heldur hagsmunahópa, íbúahópa, landsvæði, kjördæmi, stjórnmálaflokka eða einstök málefni sem ráða fyrir atkvæðamagni til að ná fulltrúa á þing þá eru hagsmunir heildarinnar ekki endilega þeir sömu og einstakra hluta hennar, og kannski er þess vegna meiri eftirspurn eftir lof­ orðagosum og kaldastríðsjálkum heldur en víðsýnum og skynsömum alhliða nútímamönnum til að gegna þingmennsku. Það getur verið að þjóðina í heild vanti fyrst og fremst stjórnarskrá en í Krummaskuði vantar bryggju og kvóta og kjósendur þar senda aðila á þingið sem ekki er sérfróður um gildi stjórnar­ skráa en býsna seigur málafylgjumaður og vanur að hafa sitt fram með illu eða góðu. Þetta er kannski einn af hinum fjölmörgu göllum lýðræðisins, því að það er meingallað þrátt fyrir að vera skásta stjórnarfyrirkomulag sem mannkynið hefur orðið ásátt um hingað til. Og kannski eru smáu skamm­ tímaviðhorfin meira ríkjandi hérna en í stærri löndum vegna nálægðar þing­ manna við kjósendur sína. Og eini mótleikurinn hlýtur þá að vera að færa fleiri verkefni úr nærumhverfi fólks yfir á verksvið sveitarstjórna. Ég held að með því að beina svarinu í þessa átt sé ég að reyna að skjóta mér undan því að segja mína persónulegu skoðun á því sem þú spurðir um, sem sé um mannvalið á þingi fyrr og nú. Ef ég reyni að gefa þér ærlegt svar hef ég ekkert að styðjast við nema mína persónulegu upplifun og lífsreynslu og mitt svar er því miður að mannvalið á þingi er ekki í sama gæðaflokki og hér áður var meðan algengt var að það fólk væri valið til þingmennsku sem áður hafði sýnt með störfum sínum heima í héraði dugnað og forystuhæfileika. Þorvaldur: Detta mér nú allar dauðar lýs úr höfði. Þráinn: Það er samt ekki einvörðungu þeim þingmönnum að kenna sem nú sitja og reyna hver með sínum hætti að þjóna sínum kjósendum og draumum þeirra og hugsjónum um „betra þjóðfélag“ hvernig sem það lítur nú út. Það er þeim að kenna sem kusu þessa fulltrúa, og ég held að ef hægt væri að mæla menningarstig eða menningarvísitölu þjóða þá hafi menn­ ingarvísitala Íslendinga lækkað um mikinn mæli á síðasta aldarfjórðungi. Það fer enginn inn á þing á sínu eigin atkvæði eingöngu. Ég held að orsakanna sé sumpart að leita í því að ríkidæmi, ofgnótt og neysla hafi sljóvgað okkur en ekki göfgað eins og vinstri menn létu sig dreyma um á fyrri tíð. Kynslóðir sem ekki þurfa að hafa fyrir hlutunum hafa annars konar gildismat en þær kynslóðir sem kynnast lífsbaráttunni snemma og neyðast til að taka þátt í henni frá ungum aldrei. Sjálfsbjargargeta dýra sem alast upp við alsnægtir í dýragörðum sljóvgast eins og menn vita, og kannski eru íbúar alsnægtaþjóðfélaga á Vesturlöndum búnir að loka sig inni í gylltum búrum og lifa hnignunarskeið. Það gerir menn sterka að berjast gegn hungurvofunni, það er offitan sem er vandamál okkar tíma og liggur á okkur eins og mara. Okkur vantar ekki farartæki til að komast á milli staða, okkur vantar forvitnilega staði til að uppgötva. Okkur vantar ekki tíma til að sinna áhugamálum okkar – okkur vantar verðug áhugamál til að sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.