Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 40
J ó h a n n a S i g u r ð a r d ó t t i r 40 TMM 2014 · 4 Þar sagðist hann fyrirverða sig innilega fyrir að á árinu 1913 hefði hann þegið 35 aura á tímann þegar konurnar fengu aðeins 15 aura fyrir sömu vinnu. Og, eins og Guðgeir segir í greininni, að hann hafi látið þar við sitja. Það sé gamla sagan, segir hann, svo óskemmtileg sem hún sé. „Við sjáum svo sem rangindin og yfirtroðslurnar og viðurkennum þetta, að vísu með sjálfum okkur og jafnvel hver við annan. En látum svo alltof oft við það sitja, í stað þess að nota tækifærin sem gefast til að bera réttlætinu vitni.“ Þó svo að við amma höfum átt samtöl um ýmis mál, þá veit ég að ekkert var henni jafnkært og launajafnrétti kynjanna. Þegar Jóna M. Guðjónsdóttir – mikil sómakona sem ég kynntist nokkuð – tók við félaginu af ömmu Jóhönnu, flutti hún forvera sínum kveðjuorð á aðalfundi félagsins. Þar talaði hún m.a. um þann mikla sigur sem fólginn væri í lögunum um launajafnrétti kynjanna sem sett voru 1961 og áttu að taka gildi í áföngum á 6 árum. Við það tækifæri sagði Jóna, nýkjörinn formaður verkakvennafélagsins, að engin kona ætti stærri hlut að þeim sigri en Jóhanna Egilsdóttir. Þetta þótti mér fjarska vænt um að lesa í 50 ára afmælisriti félagsins, enda veit ég hvað þetta var ömmu minni mikið hjartans mál. Hún talaði um þetta sem „æðsta takmark okkar verkakvenna í kjarabaráttunni“. Amma lýsti oft baráttu verkakvenna fyrir launajafnréttislögunum en verkakonur settu það sem skilyrði fyrir stuðningi við stjórnarsamstarf Alþýðuflokksins við viðreisnarstjórnina 1961 að Sjálfstæðisflokkurinn styddi frumvarp um sömu laun fyrir sömu vinnu. Amma sagði atvinnu­ rekendur hafa verið með mikinn mótþróa gegn þessu innan Sjálfstæðis­ flokksins. En ömmu var alla tíð mjög hlýtt til Ólafs Thors, þáverandi for­ sætisráðherra, sem hún sagði hafa barið í borðið og sagt: „Ég hef lofað þessu og ég stend við það“. En gamla konan, hún amma mín, sem var um 95 ára gömul þegar ég fór á þing, skildi ekkert í því af hverju ég væri að berjast fyrir launajafnrétti kynjanna. „Heyrðu, Jóhanna mín,“ sagði hún við mig. „Við í verkakvennafélaginu náðum þessu fram fyrir löngu síðan.“ Hún átti erfitt með að skilja að atvinurekendur hefðu, eftir að lögin voru sett og búið að leiðrétta kauptaxtana, fundið aðra leið til að viðhalda launamisréttinu með alls konar duldum greiðslum og yfirborgunum til karla. Hún hafði greinilega meiri trú á atvinnurekendum á efri árum en þegar hún stóð eldheit í óvæginni baráttu við þá fyrir bættum kjörum verkafólks. Á þeim tíma hafði hún lýst viðhorfi þeirra til kvenna þannig að þeir virtust telja þær óæðri en karla. Hún ræddi líka við mig um viðhorfsbreytinguna til verkalýðsbaráttunnar og þá varð henni hugsað til Garna­ og Gúttóslagsins og þeirrar baráttu að fá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.