Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 55
Þ e g a r b l i n d g a t a n o p n a s t t i l a l l r a á t t a TMM 2014 · 4 55 Gestakomurnar eru í sem stystu máli það sem kallað hefur verið blend­ ingur (e. hybrid) ólíkra bókmenntagreina. Þá á ég ekki við sögulegu skáld­ söguna og bréfasöguna sérstaklega heldur mótin sem verða með textum af ýmsu tagi, ljóðum og nytjatextum, biblíusögum, kennsluritum, Íslendinga­ sögum, þjóðsögum, ævintýrum, ástarsögu og þroskasögu, svo fátt eitt sé nefnt. Það er líka við hæfi. Átjánda öldin var öld alfræðinnar, ekki bara hinnar frönsku og ensku; skemmst er að minnast Jóns Grunnvíkings sem átti í bréfaskiptum við fjölda manns og viðaði að sér gögnum í alfræðirit sem hann sá aldrei komast á bók.12 En best er sennilega að sneiða hjá orðinu blendingur. Það felur gjarnan í sér þann skilning að bókmenntagrein sé lokað og afmarkað fyrirbæri með til­ tekið inntak; að auki er það oft notað í lýsingum á einangruðum einkennum sem eiga að felast í texta en ekki í samhenginu sem öllu skiptir: vitsmunaferl­ unum og merkingarsköpuninni sem tengjast bókmenntagreinum, áhrifum þeirra á lesendur og hvers menn vænta þegar þeir þykjast skynja þær eða greina – í samræmi við þá menningu og félagsumhverfi sem þeir hrærast í. Menn leggja í sem stystu máli oft slíkan skilning í orðið að þeir taka ekki tillit til að bókmenntagreinar eru kvikt fyrirbæri.13 Líta má á bókmenntagreinar eins og vitsmunaskemu eða ákveðnar reglur um skapandi ímyndunarafl sem menn nýta til að draga í dilka margs konar skynjun, þekkingu og reynslu sem þeir verða sér úti um í síbreytilegri veröld. Skemun eru þá þekkingarformgerðir sem menn hafa tileinkað sér – í tilteknu samfélagi á tilteknum tíma. Þau eru litlar formgerðir sem þekking fólks er felld í – t.d. uppskriftir (e. scripts) eins og „að taka strætó“ skemað – en bókmenntagreinar heilu skemasöfnin sem sérhver höfundur sækir óspart til, jafnframt því sem þau ákvarða hverju lesendur eiga von á andspænis text­ anum sem þeir eru að lesa.14 Á grundvelli skemasafnanna smíðar lesandinn sér sinn söguheim og leggur í hann eigin þekkingu og reynslu – eins og ég gerði hér að framan þegar ég sótti á víxl í heim biblíusagna, Íslendingasagna og ævintýra – en stóð uppi með að útkoman varð ekki alltaf sú sem hefðin gerði ráð fyrir: Sverðið breyttist í útsæði; öxin í matreiðslubók.15 En koma mætti líka á annan hátt að mótum bókmenntagreina í Gestakom­ unum. Þær vitna þar kannski ekki síst um það vitsmunaferli sem Gilles Fauconnier og Mark Turner kalla blöndun; þá tilhneigingu manna að blanda saman jafnt ólíkum hugtökum sem sviði tveggja eða margra hugsanlegra heima þannig að blandan sem upp rís verði alný og opni aðra sýn en menn væntu.16 Blöndun er að minnsta kosti eitt af því sem setur í ríkum mæli mark sitt á söguna, á drjúgan þátt í ísmeygilegum húmor hennar og áleitinni alvöru jafnframt því sem hún gefur henni allt að því áreynslulaust yfirbragð 18. aldarinnar þar sem nýju og gömlu ægði saman. Í fyrsta skipti sem maður fær bókina í hendur, horfir á langan titilinn sem virðist erfitt að fara með á einu andardragi, og myndina af stinnum rótarávöxtunum þremur, ýtir það við skemasafni í kollinum á manni sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.