Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 78
78 TMM 2014 · 4 Jón Karl Helgason „Æsilegasta ofurhetja allra tíma“ Þroskabraut Þórs í bandarískum myndasögum Á undanförnum áratugum hafa heiðin goð og gyðjur birst sjónum almenn­ ings víða um veröld í flestum þeim miðlum og listformum sem tækni­ og samfélagsþróun nítjándu og tuttugustu aldar færði mannkyninu. Fram­ leiðsla þessa efnis einskorðast ekki við þær þjóðir Norður­Evrópu sem hafa lengi litið á norræna goðafræði sem hluta af menningararfi sínum og sýnt henni mesta ræktarsemi. Öflug fyrirtæki á sviði afþreyingar í Norður­ Ameríku og Suðaustur­Asíu hafa líka látið til sín taka á þessum vettvangi og í mörgum tilvikum nær dreifing efnisins til allra heimshorna. Þekktasta aðlögun af þessu tagi eru án efa myndasögurnar um The Mighty Thor en þær fóru að birtast í tímaritum útgáfurisans Marvel Comics á sjöunda áratug síðustu aldar. Áhrif þessara bandarísku sagna hafa verið gríðarleg. Þær hafa ekki aðeins orðið efniviður sjónvarpsþátta, tölvuleikja og kvikmynda á vegum Marvel heldur má greina bergmál þessarar framleiðslu á ólíklegustu stöðum. Til að mynda er starfrækt í Mexíkó þungarokkshljómsveitin Mighty Thor. Nýlega hefur Úlfhildur Dagsdóttir birt fróðlega grein hér í tímaritinu um vinsælar kvikmyndir um Thor sem Marvel frumsýndi á árunum 2011 og 2013 og munu fleiri myndir vera í bígerð.1 Hér verður hins vegar varpað ljósi á fyrstu myndasöguna um The Mighty Thor og tengsl hennar við eldri myndasögur þar sem norræni þrumuguðinn lék stórt hlutverk. Í ljós kemur að ýmis atriði úr fyrstu sögu Marvel fyrirtækisins um Thor höfðu skotið upp kollinum í tímaritum annarra bandarískra útgefenda á fimmta og sjötta áratugnum. Sú hugmynd að gera Þór að amerískri ofurhetju er jafnan eignuð banda­ rískum gyðingi af rúmenskum ættum að nafni Stanley Martin Lieber (f. 1922), öðru nafni Stan Lee, ritstjóra hjá Marvel Comics. Fyrirtækið var stofnað af Martin Goodman undir nafninu Timely Publications árið 1939 og varð á skömmum tíma stórtækt í útgáfu myndasagna. Meðal vinsæls efnis sem Goodman gaf út á fyrstu árunum voru sögur um ofturhetjuna Captain America en hann var hugarfóstur Jack Kirby (1917‒1994) og Joe Simon (1913‒2011). Lee, sem starfaði hjá fyrirtækinu frá upphafi, kom einnig að gerð þessara sagna en af öðrum persónum sem hann tók þátt í að skapa á fimmta áratugnum má nefna The Mighty Destroyer og Jack Frost. Sköpun Thors er rakin til þess að árið 1960 hóf DC Comics, helsti samkeppnisaðili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.