Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 130
Á d r e pa
130 TMM 2014 · 4
borð við verðbréfabrask og bankabólur
ræður lögum og lofum í heiminum og
kemur í veg fyrir allar varanlegar lýð
ræðisumbætur handa almenningi.
Íslensk sérstaða?
Oft heyrist hér á landi látið svo sem
efnahagsleg spilling sé meiri á Íslandi en
annarstaðar, og jafnoft er fámenninu
kennt um. Þetta er reginmisskilningur. Í
fyrsta lagi viðgengst spilling hvarvetna í
heiminum og er víðast annarstaðar jafn
mikil eða jafnvel meiri en á Íslandi.
Miðað við mannfjölda kemst hún samt
öllu oftar upp á yfirborðið hér, heldur en
í öðrum löndum, einmitt vegna fámenn
isins af því það er auðveldara að fela
hana í fjölmenninu. Auk þess eru brask
arar í gamalgrónum markaðslöndum
langtum þjálfaðri í í slíkum feluleik en
hinir íslensku klaufabárðar, sumir í
marga ættliði. Nýlegar uppljóstranir um
skattaskjól svonefndra athafnamanna í
ýmsum smálöndum hvarvetna í heimin
um eru ekki annað en svolítil glufa inn í
allan þann myrkvið.
Vondeyfð
Vissulega væri æskilegt að sem flestir
gerðu sér grein fyrir meginatriðunum í
því alþjóðlega samhengi hlutanna sem
hér hefur verið reynt að rekja í stærstu
dráttum, enda þótt þúsundir tilbrigða
og undantekninga séu að sjálfsögðu
þekkt um hvert einstakt atriði. Skyn
samt fólk úr öllum starfstéttum, líka
heiðarlegir kapítalistar, hefði fyrir
langalöngu átt að vera búið að koma sér
saman um réttlátari skiptingu þjóðar
tekna þar sem dugnaður og afköst ein
réðu hóflegum mismun, í stað þess að
láta frekjudalla á fjármálasviði ráða
ferðinni eins og raunin hefur því miður
orðið víðast hvar um allan heim. En
menn skyldu fara varlega í að gera sér
gyllivonir um skjótan árangur.
Jafnvel þótt það ólíklega gerðist, að til
að mynda smáþjóð einsog við Íslending
ar tæki sig til og kysi sér meirihluta á
Alþingi sem ákvæði að láta járnsmiðinn
og lækninn njóta sömu möguleika til
lífskjara og braskarann, þá kæmumst
við ekki upp með það til lengdar. Það
væri of hættulegt fordæmi fyrir
markaðs heiminn, sama þótt landið sé
lítið og fámennt. Það yrðu brátt settar á
okkur viðskiptaþvinganir í einhverju
formi og undir einhverjum formerkjum.
Og ef þær skyldu ekki verka nógu fljótt
yrðu fulltrúar forréttinda heimafyrir
varla í miklum vandræðum með að
finna átyllu til að láta skakka leikinn
með öðrum hætti.
Það þyrfti vissulega alþjóðlega vit
undarvakningu til að nokkur von væri
til að meira samfélagslegt réttlæti kæm
ist á í heiminum. En hvernig í ósköpun
um ætti hún að eiga sér stað þegar allir
stærstu fjölmiðlar og fréttastofur eru á
valdi forréttindafólksins? Auk þess er
hætt við að vitundarvakning ein dygði
skammt. Þeir sem þrífast á óréttlætinu
ráða nefnilega einnig yfir hervaldinu á
hverjum stað og þegar að kreppir svífast
margir þeirra einskis til að verja forrétt
indi sín. Það stoðar lítt að tala um svo
kallaða siðfræði eða hugarfarsbreytingu
þegar þar er komið sögu.
Er þá nokkur von? Svarið blasir ekki
beinlínis við, en dagljóst er þó að frum
skilyrði þess að nokkur von sé til þess að
unnt verði að búa til samfélag um meira
jafnrétti starfsgreina og til að útrýma
kúgun fámennra yfirstétta á meirihluta
mannkyns er að sem flestir leitist við að
gera sér grein fyrir hvernig í pottinn er
búið og neyti síðan atkvæðisréttar síns í
samræmi við það, en yppti ekki bara
öxlum og segi að þetta komi sér ekki
við, lífið sé bara svona. Það hlýtur hvað
sem öðru líður að vera umhugsunarvert
hvort eitthvert vit eða réttlæti sé í þeirri