Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 134
Á d r e pa
134 TMM 2014 · 4
Miklar deilur verða um framkvæmd
prófkjörsins og í þjónustu Össurar er
Sigurður H. Guðjónsson hæstaréttarlög
maður sem er ekki beint þekktur fyrir
linku í málafylgju.
Þrotlaus vinna Össurar og „herfor
ingjanna“ skilar sigri og laugardaginn
17. nóvember 2012 skrifar hann í dag
bókina:
„Um kvöldið sigra ég Sigríði Ingi
björgu Ingadóttur í hólmgöngu um leið
togasætið í Reykjavík.“ (bls. 337)
Frá sjónarmiði Össurar er hörð bar
átta nauðsynleg. Hann á einfaldlega í
átökum við harðvítuga andstæðinga lýð
ræðis innan Samfylkingarinnar sem
vilja opnu prófkjörin feig. Að eigin mati
á Össur í höggi við „einhvers konar
nýleninisma sem er úr takti við þarfir
flokksins“. Samkvæmt dagbókinni fær
Össur síðan staðfestingu á réttu eðli
andstæðinga sinna innan Samfylkingar
innar laugardaginn 13. október – nánar
tiltekið um kvöldið og nóttina – með
lestri Lenín’s Tomb eftir David Rem
nick, „en höfundur fékk fyrir bókina
Pulitizerverðlaunin. Þar er lýst hvernig
leninisminn leiddi til þess að Sovétríkin
hrundu innan frá.“ (bls. 323) Össur og
hans fólk er því í björgunarleiðangri. Án
þeirra baráttu yrðu opnu prófkjörin í
Samfylkingunni lögð niður – og þar
með myndi Samfylkingin hrynja innan
frá – eins og Sovétríkin og í þokkabót af
nákvæmlega sömu ástæðu, áhrifum frá
kenningum Vladimar Ilyich Lenin!
Í bók Össurar segir fátt af stefnumál
um, hugsjónum eða hugmyndafræði.
Engin stefnumál eru útskýrð. Ekkert
sagt um hvernig á að færa Ísland til
betri vegar, auka frelsi, jöfnuð og lýð
ræði í landinu. Í framhjáhlaupi er
minnst á mikilvæg mál eins og deilur
um fiskveiðistjórnun og stjórnarskrá en
lítið sem ekkert fjallað efnislega um þau
mál.
Við gætum lýðræðisins best með því
að beita þekkingu okkar og reynslu,
forðast eins og hægt er neikvæða þróun
lýðræðis en styðja jákvæða þróun. Hugs
um okkur að við hefðum aldrei tekið
upp opin prófkjör en í stað þess tekið
upp svipaðar leikreglur eins og er í f lest
um lýðræðisríkjum Evrópu, t.d. á Norð
urlöndunum. Þá væri þrennt til staðar:
1. Kosningakerfi þar sem stjórnmála
flokkarnir bjóða fram lista. Kjósand
inn velur lista eins flokks en getur
þar að auki getur valið á milli fram
bjóðenda flokksins.
2. Hver stjórnmálaflokkur er sérstakt
samfélag. Skýr landamæri eru á milli
þeirra sem eru í stjórnmálaflokki og
þeirra sem eru utan hans. Greiðsla
árgjalda er skilyrði fyrir þátttöku í
ákvörðunum flokksins. Í stjórnmála
flokki rétt eins og í öðrum félögum
fara saman réttindi og skyldur félags
fólks.
3. Meginviðfangsefni hvers stjórnmála
flokks er stefnumótun. Hver flokkur
mótar stefnu í helstu málum sem til
úrlausnar eru í stjórnmálum og
stjórnkerfi landsins, leggur þá stefnu
fyrir kjósendur í kosningum og fær
umboð til að hrinda henni í fram
kvæmd eftir bestu getu.
Í lýðræðisríki af þessu tagi fengjum við
efnilega stjórnmálamenn eins og Össur
Skarphéðinsson en ferill hans hefði
orðið allt annar. Mjög sennilegt er að
hann hefði notað starfskrafta sín til að
vinna að stefnumótun um nýtt fisk
veiðistjórnunarkerfi sem væri eins rétt
látt og hagkvæmt eins og frekast væri
kostur. Við þá stefnumótun hefði nýst
vel þekking hans og menntun sem dokt
ors í lífeðlisfræði sem og reynsla hans af
sjómennsku.
Ég varð hreinlega sorgmæddur við