Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 42
42 TMM 2014 · 4
Ragna Sigurðardóttir
Gönguferðir í heimabyggð
– Úr handriti
1.10.11
Veðrið var fallegt, stillt og milt eins og svo oft þetta haust. Að loknum stóra
hringnum kringum Kasthúsatjörn hafði ég tíma til að ganga aðeins lengur
svo ég fór líka litla hringinn. Dísu og Sollutjörn var með minna móti,
síðustu vikur hefur verið meiri þurrkur en í venjulegu árferði.
Við Töfrahúsið, varðturninn frá því í stríðinu, laust henni niður í mig. Til
finningu fyrir ofurhægri veðrun allra hluta. Ég sá fyrir mér hvernig yndis
lega og blíðlega myndi allt hverfa að lokum. Í rólegheitum. Húsin okkar,
Bessastaðir, Álftanesið sjálft, allt yrði þetta á endanum veðrun, flóðum,
gleymsku, einfaldlega tímanum að bráð. Svo hægt og rólega, ósýnilega. Allt
sem ég hefði haft áhyggjur af eða óttast yrði marklaust, ekki til, að engu
orðið. Fallega og mjúklega, átakalaust. Ég fylltist skyndilega miklum létti.
Töfrahúsið var að baki, ég gekk framhjá skúrnum sem ég veit ekki hvaða
hlutverki gegndi í stríðinu ef það var þá nokkuð. Áfram upp malarveginn,
framhjá Jörfa og niður malbikaðan veginn áleiðis heim þar sem tíminn beið
mín, tilbúinn í kapphlaup.
31.05.12
Kvöldið var stillt og tært, sólin enn þó nokkuð hátt á lofti og ekki farið að slá
kvöldbjarma á geislana, en aðeins farið að kólna. Ég smeygði mér bakgarða
megin í áttina að sjónum. Hlakkaði til að ganga meðfram tjörninni, sjá
kannski svanaparið með ungana sína þrjá sem við höfðum komið auga á
nokkrum dögum áður. Ég átti líka von á að sjá endur með andarunga og
síðustu daga hafði ég nokkrum sinnum þurft að stoppa fyrir gæsum með
unga á veginum.
Öskrandi gelt splundraði kyrrðinni, mölvaði tært loftið í þúsund mola.
Hundurinn var handan við limgerði, hljóðin voru grimm og reiðileg. Ég átti
von á honum stökkvandi út úr garðinum. Í næsta garði tók annar hundur við
og svo annar. Eftir því sem ég fjarlægðist róuðust hundarnir og hættu öfgafullri
varðmennsku sinni. Geltandi hundar spilla ekki fyrir mér fallegu kvöldi.
Á tjarnarbakkanum voru hestar á beit, hver og einn eins og á málverki
eftir Þórarin B. Þorláksson. Einn þeirra var eins og hestur Línu langsokks
nema hvað þessi var dökkgrár með hvítum doppum, ekki öfugt.