Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 28
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 28 TMM 2014 · 4 framt til fækkun þingmanna, þar eð tillögu um fækkun mætti skilja á hinn veginn: sem skilaboð um veikara Alþingi. Hvaða skoðun hefur þú á þingræði okkar sem hagnýtri aðferð til að setja landinu lög? Þráinn: Fulltrúalýðræði er kjarni okkar þjóðskipulags. Fulltrúaþing sér um lagasetningu sem er tempruð með því að forsetinn getur skotið málum til þjóðarinnar, og þar með virkjað beint lýðræði, fullveldisrétt fólksins, sem hið endanlega úrskurðarvald. Mér finnst málskotsréttur forseta ekki hafa gefist sérstaklega vel. Maður þarf ekki að vera stjórnmálafræðingur til að vita eða sjá í hendi sér að tvennt er það sem hentar einstaklega illa í þjóðaratkvæða­ greiðslur: Fjárlög og milliríkjasamningar. Icesave­málið er hvorttveggja í senn, fjárhagslegt spursmál og milliríkjasamningur. Sé einstaklingur spurður að því hvort hann vilji frekar borga skuld sína við einhvern fjar­ lægan aðila eða bara sleppa því að borga þá eru yfirgnæfandi líkur á því að svarið verði: Takk, ég vil heldur sleppa við að borga. Hafi forsetinn talið að við gætum komist undan því að borga brúsann af Icesave með því að segja nei við Icesave­samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu þá er hann ekki starfi sínu vaxinn. Hvað manninum gekk til með þessu skil ég ekki og mun aldrei skilja, nema hann hafi ætlað sér að grafa undan trúverðugleika sitjandi stjórnar – sem er tæplega að finna í starfslýsingu forsetans, meira að segja ekki í núgildandi stjórnarskrá. Málskotsrétturinn er ætlaður til þess að kalla inn beint lýðræði, þjóðina sjálfa, sem að sjálfsögðu á að standa ofar en fulltrúaþingið, því að frá þjóðinni er allt vald komið, þar með talið vald þingsins. Eftir að ég hef séð óvönduð vinnubrögð forseta sem hikar ekki við að beita málskotsréttinum er ég sannfærður um að þessi málskotsréttur á að vera hjá þjóðinni sjálfri, og að núverandi stjórnarskrá er fullkomlega úrelt plagg í þessu efni og mörgum öðrum. Ákveðið hlutfall atkvæðisbærra manna á að geta krafist þjóðar­ atkvæðis um önnur mál en fjárlög og milliríkjasamninga … Þorvaldur: Nýja stjórnarskráin, sem kjósendur samþykktu í þjóðar­ atkvæðagreiðslunni 2012, kveður á um þetta. Þráinn: … og það sem meira er: Allar þjóðaratkvæðagreiðslur eiga að vera bindandi en ekki ráðgefandi. Þjóðin er yfirboðari þingsins en ekki ráðgjafi þess. Þar fyrir utan finnst mér þessi fínafólksleikur á Bessastöðum vera jafn­ mikil tímaskekkja og kóngahald á öðrum Norðurlöndum. Ef menn telja samt þörf fyrir einhverja forsetafígúru ættu forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar að geta skipst á að bæta á sig móttökuskyldum forsetans og öðrum viðvikum sem því starfi þyrftu að fylgja. Nóg er samt yfirbygg­ ingin hérna hjá okkur. Þorvaldur: Fleyg urðu ummæli Styrmis Gunnarssonar, sem hann lét falla í skýrslu til Rannsóknarnefndar Alþingis: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.