Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 92
P é t e r E s t e r h á z y
92 TMM 2014 · 4
Hvernig hugsa Kínverjar, Brasilíumenn um þetta? Eflaust á annan hátt,
dálítið annan hátt. Þeir byggja harmleikinn öðruvísi inn í líf sitt. Þannig
starfar menningin, þessu kemur hún til leiðar, því hvernig við lifum það af
sem ekki ætti að vera hægt.
En tíminn líður. Að fimmtíu árum liðnum merkir Auschwitz óhjá kvæmi
lega eitthvað annað, og þess vegna verður Evrópa eitthvað annað.
Ég veit það ekki.
Evrópskir skilja spegilinn aldrei við sig, sögðum við. En áður fyrr talaði þessi
spegill, hann sagði til dæmis, frú mín, drottning, fögur ert þú, en Mjallhvít
er miklu fríðari nú. Af þessu mátti draga ýmsar ályktanir (eplakaup o.s.frv.).
Speglar okkar þegja. Hugsjónir okkar skutu okkur ‒ skiljanlega ‒ skelk í
bringu. Við drúpum höfði, horfum stíft fram fyrir fætur okkur, gætum þess
að hrasa ekki. Í því gerum við rétt, en þó vissum við ekki betur en það að
vera evrópskur þýddi einhvers konar reist höfuð. Hvernig er (verður) þessi
nýi Evrópumaður? Hver er þessi Fást sem hræðist vegna þess að hann hlýtur
að hræðast hið mikla?
Hver svo sem útgangspunktur þessarar samkundu var, og hver svo sem
þekking mín á efninu kann að vera, er hið sanna evrópska svar við þessari
spurningu eins og stendur: ég veit það ekki.
Ef allt gengur vel.
Tilvísun
1 Þessi texti er saminn um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Aths. þýð.