Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Qupperneq 72

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Qupperneq 72
S i n d r i F r e y s s o n 72 TMM 2014 · 4 ómerkilega pappírs sem sögurnar voru prentaðar á til að halda verðinu niðri. Hann lagði margar sögur til ritraðar Litteraturselskabets, sem samanstóð yfirleitt annars af þýddum sögum, einkum frá Þýskalandi, en Meyn sótti sér einkum innblástur til afþreyingarrita frá Englandi. Sjoppuheftin Kingsley lávarður (Lord Kingsley) og Basil fursti (Fyrst Basil) voru á meðal fyrstu framlaga hans til glæpasagnaformsins. Síðar meir skrifaði hann m.a. ásamt fleirum undir dulnefninu Peter Anker sögur um hetjur á borð við Betjent Ole Ny, Kurt Danner og Styrmand Rasmussen, en höfuðpersónur þeirra verka voru á meðal þeirra vinsælustu sem um gátu í dönskum sjoppubók­ menntum. Einsamall skrifaði hann heftin um Hinn dularfulla herra X. (Mystiske Mr. X), sem út komu í tugatali. Fyrir utan glæpaheftin er helsta framlag hans til sakamálasagna í Danmörku röð bóka í fullri lengd sem út komu undir hinum ýmsu höf­ undarnöfnum, svo sem Gustav Hardner, Harold Chester, Richard Ørn o.fl. „Þó að glæpasögur Meyn hafi haft á sér ævintýralegan blæ á sama tíma og harðsoðnar glæpasögur hölluðust almennt meira að rökhyggju, vísindum og siðferðisboðskap, eru bækur hans innihaldsríkari en margar aðrar form­ úlubækur greinarinnar,“27 segir Steffensen. Meyn fékkst líka við blaðamennsku áður en hann sneri sér alfarið að skáldsagnagerð. Hann skrifaði hundruð greina í hin og þessi dagblöð, aðallega um vísindaleg efni sniðin að áhuga almennings. Sá efnisflokkur setti líka svip sinn á þann hluta höfundarverksins sem Meyn taldi sjálfur veigamestan, þ.e. dýrabækur hans. Dýrabækurnar voru skáldskapur en byggðust á viðurkenndum rannsóknum á háttum dýra og Meyn kannaði vel fyrirliggjandi heimildir. Auk þess að koma út í Danmörku og Svíþjóð voru dýrabækur hans útgefnar í Noregi og Finnlandi og einhver hluti þeirra kom út í þýskumælandi löndum. Hann skapaði sér nokkurn orðstír í Þýskalandi og var boðið þangað til að halda fyrirlestra. Dönsk börn sem hesthúsuðu barnabækur í gríð og erg á fyrri helmingi 20. aldar hafa nær örugglega flest komist í tæri við verk Meyn, þó að vera kunni að höfundarnafnið hafi t.d. verið Anne Lykke eða Christel Marner, sem voru á meðal hliðarsjálfa hans þegar hann skrifaði stúlknabækur, eða t.d. Charles Bristol, Erik Juul eða Kai Lynres, þegar hann skrifaði fyrir stráka.28 Hann sendi frá sér urmul slíkra bóka árin eftir stríð, enda sérstaklega tekjuþurfi af óskemmtilegum ástæðum sem greint verður frá hér á eftir. Drengjabækurnar voru í fyrirrúmi, oftlega blanda af ævintýrum og fantasíu, jafnvel með minnum úr vísindaskáldskap; kokteill sem höfðar gjarnan til stálpaðra stráka áður en þeir fá hvolpavit og lengur hjá sumum. Frásagnar­ gleðin var við stýrishjólið en tæknileg nákvæmni geymd í skottinu. Gagn­ rýnendur – ef þeim þóknaðist yfirleitt að fjalla um bækur Meyn – sýndu bókum hans vanalega dómhörku með einni undantekningu, þ.e. þeir litu barnabækur hans jákvæðum augum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.