Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 45
G ö n g u f e r ð i r í h e i m a b y g g ð TMM 2014 · 4 45 á móti henni með goluna í bakið. Það hafði verið í fréttunum að lóan væri komin og ég pírði augun á grágulgræn túnin meðfram Norðurnesveginum, eins og að ef ég kipraði augun nægilega fast gæti ég kreist fram bústna lóu. Litlar stelpur kölluðu „Júlía!“ og hlupu milli garða við Austurtún. Ólafur var heima, fáninn blakti við hún. Á vellinum sunnan megin á hæðinni voru tveir menn í golfi en ég horfði ekki á þá heldur á rauða fánann á priki í holu sautján svo fallega upplýstan af sólinni. Ég gekk niður hæðina meðfram hesthúsahverfinu í megnri hestalykt, í girðingunni við sjóinn voru nokkrir hestar og eitt folald sem hljóp um og gat ekki verið kyrrt. Í Hólmatúninu var einhver að grilla og lyktina lagði yfir göngustíginn, ilmandi, krydduð lykt. Þegar ég gekk framhjá móanum við Jörfaveginn á leiðinni til baka bar golan með sér daufa angan eins og af rósum. 07.05.13 Sólskin og sterkur vindur. Skínandi og glampandi birta endurkastaðist af sinunni í móanum. Fuglalífið var í algleymingi og þúfur og tjarnir iðuðu af lífi. Ég var eins og óboðinn gestur í nýju, fjölmennu samfélagi sem hafði tekið yfir með skvaldri og gargi. Í móanum við Jörfaveginn var mar­ gæsahópur á vinstri hönd og þegar ég gekk fram hjá heyrði ég þær kurra hástöfum. Sætlega og skært eins og stórar dúfur. Margæsirnar voru rennilegar, glansandi, dökkgráar, svartar og hvítar. Þær voru eins og vel til hafðir Suður­Evrópubúar í hópi luralegra norrænna grágæsa sem við hlið þeirra urðu bæði digrar og ólögulegar. Án þess að ætla mér það fældi ég allan hópinn. Fyrr en varði var mér orðið allt of heitt. Loks var vorið komið í raun enda komið fram í maí, en það hafði verið svo kalt undanfarið að túnin voru varla farin að grænka. Komin yfir hæðina í hverfinu miðju mætti ég svartklæddri stelpu, hlaupandi á bleikum skóm, hún másaði þungt. Kona ók kerru með rauðklæddum tvíburum, ók kerrunni með annarri og leiddi eldri stelpu með hinni. Við hesthúsin mætti ég annarri konu með tvö börn í kerru. Á leið til baka eftir Jörfaveginum flaug tjaldurinn syngjandi yfir, viddi­ viddi, viddividdi. 14.10.13. Dagurinn var bjartur og tær. Sólin var farin að lækka á lofti, steinvölurnar á veginum og þúfurnar í móanum vörpuðu dökkum skuggum. Svanir voru á beit á grænu grasi og grágæsir vöguðu, dillandi hvítum rössum. Í gróinni brekku við göngustíginn velti sér lítil stelpa. Mamma hennar stóð hjá henni, þéttvaxin í brúnni lopapeysu. Um leið og ég gekk fram hjá benti stelpan upp og til norðurs: „Fluvvél! Fluvvél!“ Mamman tók undir og glaðvært spjall þeirra fylgdi mér spottakorn. Hljóðheimurinn lifnaði í logninu, fuglasöngur og bílahljóð skiptust á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.11.2014)
https://timarit.is/issue/401788

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.11.2014)

Aðgerðir: