Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 96
H a u k u r M á r H e l g a s o n 96 TMM 2014 · 4 ingum og taka undir það sem aðrir sögðu. Ekkert af því sem hann sagði eða gerði gaf til kynna að hann hefði afstöðu til neins eða þætti eitt skemmtilegra en annað. Við hlið þeirra tveggja sat Egill sjálfur. Hann fékk ekki oft að vera með. Það þótti tilefni til í þetta sinn. Sófinn sem þau sátu í var drapplitaður beis kakí ljósbrúnn eða fölgulleitur. Liturinn hafði aldrei verið færður í orð. Pullurnar í honum voru snjáðar og í þeim voru brunaför eftir sígarettur því mamma Egils var nýhætt að reykja. Eignaðist fjögur börn, hætti að reykja og varð miðill. Kannski var það þess vegna sem þau vildu skipta. Sófinn var ekki bara notaður, hann var lifaður. En það var ekki þess vegna sem Agli fannst hann betri en nýju mublurnar. Ekki bara að þær höfðu ekkert að segja. Þó að sófinn væri jafngamall Agli sjálfum var hann þessum nýju miklu fremri að gerð. Þetta var sófi frá því áður en Ikea opnaði búð á eyjunni. Hann var smíðaður. Gervileðurhægindastólnum sem Guð sat í virtist hins vegar hafa verið sprautað í mót og hann látinn storkna. Í geimnum. Í gervileðurgalaxíu einhvers staðar milli Vetrarbrautarinnar og Andrómedu. Sjöunda persónan sem sat við stofuborðið var Pétur Ættarnafn, nýr vinur pabba Egils, sonur forsætisráðherrans fyrrverandi Guðmundar Ættarnafns, merkilegur maður, mikilvægur fyrir Hreyfinguna. Maður þarf að sýna honum virðingu. Og maður segir Hreyfingin með stórum staf. Það hafði verið ládeyða í Hreyfingunni frá því að formaðurinn og iðnasti kennarinn var rekinn fyrir að vera fyllibytta og kvennaflagari. Skildist Agli. Hann kom og gisti hjá þeim fyrir fyrir vestan. Til að halda námskeið. Ætlaði að vera yfir helgi en var fram að vori. Svo var hvíslað. Börn fá ekki að vita, bara gruna. En Pétur Ættarnafn. Hann helgaði líf sitt Hreyfingunni. Hann nam skapandi fræði við háskóla Hreyfingarinnar í Iowa í Bandaríkjunum. Enginn staður í heiminum var nær uppljómun en Iowa. Nema kannski Indland. Einn dag­ inn gætu þau kannski flutt til Iowa. Kannski einn daginn. Þar lærði Pétur stjörnuspeki. Hann gerði ekki röng vestræn stjörnukort heldur rétt indversk. Vedísk. Í fartölvu. Sinni eigin fartölvu. Hann átti líka ferðageislaspilara. Því hann vissi hvað raunverulegur lúxus var. Hann miðlaði. Hann var fyrstur þeirra til að miðla og kenndi mömmu og pabba Egils það. Og. Eins og pabbi Egils hafði hann lært sidhi. Jógaflug. Ekki bara lært það. Hann stundaði það. Hann var ekki bara grænmetisæta heldur þekkti hann líkamsgerðirnar þrjár. Vata, pitta og kafa. Hann var kafa. Hann borðaði bara það sem kom kafa líkömum í jafnvægi. Hann þekkti réttan indverskan arkitektúr, hinn upp­ runalega vedíska arkitektúr. Á Indlandi og í Iowa unnu óeigingjarnir menn þrotlaust starf við að túlka hina raunverulegu merkingu hinna fornu vitringa og koma henni til nútímans. Þannig vissi Pétur að framdyr húsa áttu alltaf að snúa í norður og að sá sem ætti innsta herbergið í húsi réði þar lögum og lofum. Egill hafði áhyggjur af því að yngri systkin hans bjuggu í innsta herbergi íbúðarinnar. Að þau myndu taka völdin af foreldrum hans, að for­ eldrar hans hefðu grafið sína eigin gröf með þessari herbergjaskipan. En vegna þess að íbúðin var í blokk og inngangurinn að henni á stigagangi voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.