Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 120
K a r l Á g ú s t Ú l f s s o n 120 TMM 2014 · 4 Nú var orðið ansi langt á milli manna í hlaupinu. Regnið gaf sig ekki og það var ljóst að margir þaulvanir hlauparar réðu ekki vel við þessar aðstæður, því af og til hlupum við framhjá aðstoðarfólki sem var að hlúa að aðframkomnum keppanda og vefja hann í ullarteppi. En ég hljóp áfram. Maraþonhlauparar tala stundum um þrjátíu kílómetra vegginn, þegar allur krafturinn er búinn og eftir það þarf bara þrjósku og gríðarlegan sjálfsaga til að komast í mark. Ég veit ekki hvort það var nákvæmlega við þrjátíu kílómetrana, en það veit Guð að ég hljóp á vegg. Mér var það svo gjör­ samlega ljóst að ég gæti ekki meira, ekki þó að líf mitt lægi við. Það varð bara að hafa það, nú var komið að mér að gefast upp. Ég hægði á mér og var alveg við það að stoppa og segja Rósa bróður að nú færum við ekki lengra, þegar síminn hringdi. Það er að segja síminn hans Rósa. „Sæl, mamma mín,“ heyrði ég að hann sagði. „Jú, það gengur bara vel hjá mér. Jú, ég er á fínum millitíma og ég er bara alveg rosalega bjartsýnn. Já, alveg Rósalega, eins og þú segir, mamma mín. Heyrðu, ég má ekki vera að þessu, ég verð að halda vel á spöðunum. Já, við sjáumst við endamarkið. Elska þig líka.“ Og ég hljóp áfram. Eða öslaði í gegnum slagviðrið. Eða skjögraði – ég veit ekki alveg hvaða orð ég á að nota yfir yfirferðina næstu kílómetrana. En ég hélt áfram. Og allt í einu heyrði ég að Rósi bróðir skellti uppúr. Fyrst kom eitt hátt „Hah!“ og á eftir hló hann lágt en lengi. Ég skildi ekki hvað gæti hugsanlega verið fyndið við þessar aðstæður, en þá sá ég einhverja hreyfingu framundan. Eg reyndi að hrista rigningarvatnið framan úr mér og rýna upp í vindinn til að sjá örlítið skýrar og þá kom ég auga á ástæðuna fyrir kætinni. Svo sem eins og fimmtíu metrum fyrir framan okkur hljóp maður og á bakinu á honum stóð númerið 33 skýrum stöfum. Það var eins og ég vaknaði allt í einu af martröð. Á einu augnabliki varð allt skýrt og ljóst. Rigningin var ekki lengur andstæðingur minn, heldur bandamaður og ég fann gamalkunnan kraft færast í alla útlimi. Það var eins og hlaupið væri rétt að byrja. Og ég tók á öllu sem ég átti. Það tók mig líklega einar tíu mínútur að vinna upp þetta bil sem var á milli okkar og Norðmannsins. Á þeim tíma tókum við framúr fjórum öðrum hlaupurum, sem allir fengu að kenna á háði og spotti úr munni Rósa, en þegar 10–15 skref skildu okkur að sá ég að öll önnur samkeppni var úr sögunni. Í gegnum vind og beljandi regn sá ég glitta í endamarkið og það eina sem stóð á milli mín og gullverðlaunanna var þessi Norðmaður. Og – jú, kannski Rósi bróðir. Endaspretturinn var æðisgenginn. Ég tók á kröftum sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til, hvað þá að ég hefði aðgang að þeim og ég virkjaði þá alla með tölu í að sparka brautinni afturfyrir mig í hverju skrefi. Rósi dró heldur ekkert af sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.