Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 20
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 20 TMM 2014 · 4 þingmaður og hafði góðan tíma til að hugsa ráð mitt. Að vera óháður þingmaður á þingi sem er byggt upp kringum þingflokka er svona álíka árangursríkt og að mæta til leiks á Íslandsmóti í knattspyrnu og ætla að vera einn í liði. Niðurstaða minna pælinga var að ganga til liðs við þingflokk Vinstri grænna, því að ég ákvað að reyna að einbeita mér að því sem ég áleit vera mikilvægt fyrir framtíð félagshyggju í landinu, sem sé að sanna að þrátt fyrir sundurlyndi vinstrimanna gæti vinstristjórn setið út heilt kjörtímabil. Allir sáu stjórnarandstöðuna sem var að myndast í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, út af Evrópusambandsumsókninni og svo vegna brostinna ráðherradrauma, persónulegs metnaðar og fleiri hluta, þannig að þar hélt ég að ég gæti gert mest gagn. Það var náttúrlega misskilningur. Atkvæðið mitt var boðið hjartanlega velkomið í þingflokkinn en eftir persónunni og rosknum karlmanni, lífsreynslu hans og skoðunum, var eftirspurnin minni en engin. Þorvaldur: Samnefnari svika ríkisstjórnarinnar í öllum lykilmálunum þrem, sem ég nefndi áðan, er að þingmennirnir, sem hlupust undan merkjum stjórnarsáttmálans og eigin flokkssamþykkta, virðast ekki virða rétt þjóðarinnar til að ráða málum sínum til lykta án milligöngu Alþingis eins og gildandi stjórnarskrá frá 1944 kveður á um og nýja stjórnarskráin hnykkir á. Tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu stuðningi við nýju stjórnar­ skrána í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012, en fimm þingmenn úr upphaflega stjórnarliðinu 2009 fengust þó ekki til að lýsa yfir stuðningi við nýju stjórnarskrána, þar á meðal Ögmundur Jónasson ráðherra Vg og Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Sama virðingarleysi gagn­ vart lýðræðinu og stjórnskipaninni virðist mér birtast í tilraunum einstakra ráðherra og þingmanna til að grafa undan samningunum við Evrópusam­ bandið. Þjóðinni var lofað, að þjóðaratkvæðagreiðsla skyldi haldin um samninginn, þegar hann liggur fyrir. Þeir, sem reyna að stöðva samninga­ viðræðurnar og tókst það á endanum, eru því að reyna að hafa sjálfsákvörð­ unarréttinn af þjóðinni. Stafar lýðræðinu ógn af Alþingi? Þráinn: Auðvitað eru það svik ef einhver segist afdráttarlaust ætla að gera eitthvað og stendur svo ekki við orð sín. Hins vegar er það orðin tíska hérna meðal margra að taka sér siðferðilega bólfestu á gráu svæði útúrsnúninga og lagakróka og halda því fram að öll orð hafi óljósa og teygjanlega merkingu. Það er alltaf hægt að snúa út úr öllu. Það eru margir sem taka undir með Jóni Hreggviðssyni „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ og spyrja: „Hvenær svíkur maður mann og hvenær svíkur maður ekki mann?“ Það er kannski ekki hægt að lá mönnum það þótt einhverjir þingmenn úr stjórnarliðinu hafi ekki treyst sér til að sverja gegnum síma til að birta í fjöl­ miðlum skilyrðislausan stuðning við stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs. Mér fannst ekki gaman að láta hafa mig út í þann leik, en ég lýsti því samt yfir að ég væri reiðubúinn að styðja þetta frumvarp vegna þess að í hjarta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.