Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 30
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 30 TMM 2014 · 4 til að hægt væri að grípa inn í ónytjungsferlið. Hann hafði þann sið að eiga jafnan sælgætisbirgðir og var ekki spar á sætindin og ég sá ekki betur en hann trakteraði alla jafnt, hægri menn og vinstri menn. Bein samskipti mín við útgerðarmenn hafa að öðru leyti verið mjög lítil, nánast engin. Mér sjálfum finnst ég hafa álíka mikið vit á útgerðarmálum og kvóta eins og útgerðarmaðurinn notalegi hafði á listum og menningu. Þess vegna hef ég ekki haldið fram öðrum skoðunum á því sviði en að fiskimiðin úti fyrir ströndum landsins séu afdráttarlaust auðlind í eigu þjóðarinnar nú og ævinlega, og þessa auðlind beri að nýta með sjálfbærum og skynsamlegum hætti og sanngjarnar greiðslur skuli koma fyrir afnotarétt af auðlindinni. Nú er lagatæknin orðin svo yfirgengileg að því sjónarmiði er haldið fram að „þjóð“ geti ekki átt nokkurn skapaðan hlut og það fyrirbæri geti eigin­ lega ekki verið til í „lagatæknilegum skilningi“. Svona langt er nú komin sú póstmóderníska „afmenntun“ sem haldið er að fólki í stað menntunar í til­ teknum háskóladeildum komin við að gera fjöldamargt fólk … Þorvaldur: Og lærða menn og prófessora. Þráinn: … að óviðræðuhæfum fábjánum. Því að öll menntun heimsins mun gera þig að fábjána ef þess er krafist að til að útskrifast sem fullnuma í einhverri grein verði nemendur að leggja heilbrigða skynsemi til hliðar fyrir fullt og allt. Þorvaldur: Hvers vegna brást ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vg í fisk veiði stjórnarmálinu? Það mál var á forræði Vg allt kjörtímabilið. Ríkis­ stjórnin hélt áfram að úthluta kvóta gegn málamyndagjaldi, þótt 83% kjósenda lýstu stuðningi við auðlindaákvæðið í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, sem kveður á um fullt gjald fyrir nýtingarréttinn. Ekki bara það: ríkisstjórnin gaf útvegsmönnum makrílkvótann, þegar makríllinn renndi sér inn í íslenzka fiskveiðilögsögu, í stað þess að bjóða kvótann upp á markaði. Sérð þú hér sama skeytingarleysi Alþingis um vilja fólksins í landinu eins og í stjórnarskrármálinu og Evrópumálinu? Þráinn: Við skyldum ekki vanmeta styrk LÍÚ og þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í sambandi við að fikta ekki í því góða kvótakerfi sem hefur gert margan góðan dreng að stóreignamanni. Við skulum ekki heldur vanmeta þann þingstyrk sem stuðningsmenn LÍÚ og óbreytts kerfis höfðu á Alþingi á þessu kjörtímabili. Og allrasíst skulum við vanmeta þá óbilgjörnu og ósvífnu stjórnarandstöðu sem stjórninni tókst ekki að hafa undir nema í örfáum málum og að öðru leyti eingöngu að nafninu til. Um það leyti sem ég gekk til liðs við Vinstri­græna og tók til starfa í þingflokki þeirra lýsti ég því afdráttarlaust yfir á þingflokksfundi að sjávarútvegsráðherra flokksins Jón Bjarnason hefði ekki minn stuðning til að gegna því ráðherraembætti vegna þess að ég hefði ekki trú á að hann hefði burði til þess að koma fram með nýtt fiskveiðistjórnarfrumvarp nógu tímanlega til að hægt væri að fá samstarfsflokkinn, Samfylkingu, til að lýsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.