Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 22
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 22 TMM 2014 · 4 Kvikmyndir og stjórnmál Þorvaldur: Uppreisnin á Ítalíu árin eftir 1990, kennd við hreinar hendur (ít. mani pulite), átti kvikmyndum mikið að þakka. Fjölmiðlarnir voru flestir á bandi flokkanna og horfðu mestmegnis í hina áttina, meðan stjórn mála­ stéttin stal öllu steini léttara. Kvikmyndagerðarmenn létu færið sér ekki úr greipum ganga. Myndir þeirra opnuðu augu margra fyrir spillingunni, einnig hér heima. Viðurnefnin Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn, sem festust við helmingaskiptasamsteypurnar hér heima, eru sótt í þessar ítölsku myndir. Hvers vegna fylgdu íslenzkir kvikmyndagerðarmenn ekki í fótspor ítalskra kollega sinna? Hvað hefði þurft til þess? Hefði það getað hjálpað hér eins og þar? Þráinn: Ég er nokkuð viss um að Shakespeare hafði á réttu að standa þegar hann sagði: „Penninn er máttugri en sverðið.“ Í þeirri trú hef ég leitt fram líf mitt og sé ekki eftir neinu í því sambandi. Hins vegar hefur mér orðið ljóst að þegar maður ber saman áhöld eins og „penna“ og „sverð“ og gagnsemi þeirra og afköst við þjóðfélagsbreytingar er enginn vafi á því að sverðið er mun fljótvirkara en penninn. Það er sverðið sem vinnur flestar orusturnar, en það er penninn sem vinnur hina smáu og vart sjáanlegu sigra á friðartímum án lúðraþyts og hetjudýrkunar. Ekki ætla ég að taka að mér að mæla fyrir munn Shakespeares, en ég held að þegar hann var að tala um pennann hafi hann einfaldlega átt við öll þau tæki sem nothæf eru til að tjá og útbreiða mannlega hugsun á öllum tímum. Jafnvel snjallsíma. Þjóðfélagsleg þátttaka listamanna er ekki í tísku nú um stundir og flestir listamenn telja það fyrir neðan sína virðingu að taka þátt í argaþrasi líðandi stundar. Ég geri enga athugasemd við þessa afstöðu, en hvað mig sjálfan varðar þá er þjóðfélagsleg þátttaka ekki fyrir neðan mína virðingu. Mér finnst það beinlínis skylda mín að reyna að skilja og skilgreina umhverfi mitt með öllum ráðum og aðferðum sem eru mér tiltæk. Þorvaldur: Bretar og Bandaríkjamenn standa sig einnig vel við pólitíska kvikmyndagerð og veita ríkjandi öflum enga afslætti. Hvernig metur þú sannsögulegt heimildargildi sjónvarpsmynda eins og House of Cards? – sem nú hefur verið endurgerð í bandarískri útgáfu. Ekki verður um þessar myndir sagt, að þær reiði spaugið í þverpokum, og það verður reyndar ekki sagt um ítölsku myndirnar heldur. Eru þessar myndir allar kannski of alvar­ legar? Þráinn: Pólitísk kvikmyndagerð hefur gegnum tíðina haft gífurleg áhrif, en nú er runnið upp svo mikil velsældarskeið á Vesturlöndum að við viljum heldur sjá baráttu við vond tröll utan úr geimnum en einhverjar prédik­ anir um félagslegt óréttlæti. Í bókum og sjónvarpsþáttum eins og SPILA­ BORGINNI og öðrum slíkum er höfuðáherslan ekki á þjóðfélagsmál heldur snúast þættirnir um hversu mikil og spennandi óféti séu á kreiki í stjórn­ málum og ýmis fantabrögð og svik sem hafa verið í vopnabúri stjórnmála­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.