Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 50
R a g n a S i g u r ð a r d ó t t i r 50 TMM 2014 · 4 nesi snævi þakinn, fjöllin voru öll þar sem þau áttu að vera. Ég mætti engum, líklega var of kalt. Til móts við skátaheimilið leystist veröldin upp. Bláir blettir af himninum höfðu fallið niður á grasið hér og hvar, litur frosinna polla endurspeglaði blámann svo nákvæmlega að ég leyfði blekkingunni að lifa og sá fyrir mér móana og grasið kringum gráan göngustíginn eins og málverk þar sem málarinn hafði sett ljósbláar skellur af lit himinsins í grasið. Loks mætti ég einhverjum, dúðuðum, svartklæddum manni með svartan barnavagn og barn á leikskólaaldri í fjólubláum kuldagalla. Þegar ég kom að móanum við Kasthúsatjörn höfðu þúfurnar raðað sér snyrtilega hlið við hlið, hvert strá á sínum stað. 30.3.14 Ég fór út að heilsa vorinu, það var mildara að sjá gegnum rúðurnar en þegar út var komið. Strekkingsvindur að austan en hálfgildings sól í gegnum þunna skýjahulu, himininn hvítleitur. Gekk hringinn, fyrri hlutann sá ég gegnum sólgleraugu. Lóan var ekki komin, gæsir á beit á túnum, vindurinn bar með sér sterka sjávarlykt. Ég mætti engum fyrr en inni í miðju hverfi á móts við golfvöllinn, eldri manni, hvíthærðum með derhúfu í dökkbláum jakka. Hann bauð góðan daginn hvellri röddu. Við Sviðsholt lá stóri, hvíti hundurinn fram á lappir sínar efst í brekkunni við bæinn, eins og á teikningu eftir Halldór Pétursson í bók eftir Stefán Jónsson. Ég fann enga vorlykt, þó var vindurinn ekki kaldur og sólin skein, fíflar voru byrjaðir að vaxa undir vegg og krókusar sprungnir út. Í girðingunni við sjóinn, rétt við hesthúsin, voru nokkir hestar eins og venjulega. Tveir þeirra klóruðu hvor öðrum á hálsinum, nugguðu snoppunni hvor utan í annan. Aðrir tveir, annar svartur, hinn rauður, stóðu andspænis hvor öðrum, teygðu fram snoppurnar og kysstust, létu snoppurnar snertast dálitla stund. Fyrir ofan okkur flugu fuglar í hóp, skiptust á um að leiða för og taka á sig vindinn. Skömmu seinna sá ég hlaupara í grænum stuttbuxum. Svona birtist þá vorið. Ég beygði út að sjónum við Bakka og á göngunni meðfram sjónum sá ég fleira fólk úti í vorinu. Þrír fullorðnir tóku myndir í þanginu í fjörunni, for­ eldrar með barn gengu um og rýndu niður í ljósan skeljasandinn. Á móts við Kasthúsatjörn sátu tveir fullorðnir menn á grjótgarðinum, annar með kíki, með þeim var stálpaður, ljóshærður, búlduleitur strákur. Maðurinn með kíkinn bar hann upp að augunum og beindi honum út að sjóndeildarhring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.