Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 144

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 144
D ó m a r u m b æ k u r 144 TMM 2014 · 4 og saman en það er mjög sannfærandi hvernig höfundur setur fram það sem gerðist. Önnur frásagnaraðferð en end­ ursögn heimilda hefði aldrei getað komið öllum þessum fjölda heimilda í skipulega atburðarás. Þetta er ekki það eina sem þessi aðferð leyfir höfundi að gera. Rödd end­ ursagnarinnar getur smeygt sér inn þar sem heimildir geta ekki. Skýrasta dæmið er þegar Sigrún sýnir okkur inn í huga Sigrúnar og Friðgeirs og segir okkur hvað þau séu að hugsa. Hér er dæmi, þegar Friðgeir hefur fengið að heyra að ekki sé hægt að treysta því að íslensk læknamenntun sé sambærileg að gæðum við bandaríska: Og í fússi gengur hann í átt að lestarstöð­ inni og inn á næsta bar. Með bjórglas og viskístaup bölvar hann í hljóði, einn í Ameríku: „American Big Shots.“ Búinn að fá nóg af þeim. „I am very glad to meet you“ merkir ekkert úr þeirra munni. Hér ríkir í raun samkeppni um það eitt að fá að sýna hvað í manni býr. Hann lætur hugann reika um veröld sem hann veit að var, þegar læknar opnuðu stofur sínar eftir aðeins tveggja ára nám. Hann fer að hugsa um Mayo­bræðurna í Rochester, hvernig þeir tóku við sveitapraxís föður síns og „gerðu garð hans að þeim frægasta í víðri veröld“. Þar starfa nú um fimm hundruð læknar. Ætli Vilmundi landlækni þætti þar ekki „vera slælega unnið því að hver læknir fær ekki nýjan sjúkling nema annan hvern dag“, hugsar hann um leið og hann klárar úr glasinu og hraðar sér út til að ná lestinni aftur til New York.8 Þarna fer söguröddin og persóna Frið­ geirs að renna saman. Sumt er ómögu­ legt fyrir lesanda að greina hvort sé hugsun hans eða söguröddin. Er það skoðun hans að í Bandaríkjunum sé það samkeppnisatriði að fá að sanna sig og að ekki sé hægt að reiða sig á vinsamleg orð? Eða er þetta söguröddin að setja viðbrögð hans og hugsanir í samhengi? Þarna er textinn mitt á milli þess að tjá það sem persónan er að hugsa og þess að túlka atburðarásina fyrir lesandanum. Þetta er dæmi um „hálfbeina ræðu,“ (fr. discours indirect libre, e. free indi­ rect speech) sem er eitt af tækjum skáld­ skaparins. Það er ekki sérstaklega gam­ alt í hettunni heldur á sér rætur í nít­ jándualdarskáldsögunni og blómstrar svo hjá módernistunum. Nú er það eitt af þeim tækjum sem skáldsagnahöfund­ ar nota til að flétta persónur og sögu þeirra saman. Höfundur þessarar bókar notar þessa frásagnaraðferð til að flétta þær persónur sem hún er að fjalla um inn í söguna. Lífshlaupi Sigrúnar Briem og Friðgeirs Ólasonar er stjórnað af heimssögulegum atburðum. Það á við allar manneskjur að einhverju marki, en sú atburðarás sem rakin er í „ferðasögu“ þeirra hefði aldrei átt sér stað ef ekki hefði verið fyrir seinni heimsstyrjöld­ ina. Þjóðverjar gera innrás í Danmörku, Bretar hertaka Ísland, og læknakandíd­ atar þurfa að leita á nýjar brautir til að afla sér framhaldsmenntunar. Þau farast ásamt börnum sínum vegna kafbáta­ hernaðar þýska flotans. Þau berast áfram með straumi sögunnar og stíll bókarinnar flæðir óhindrað milli hins persónulega og hins sögulega. Klippimyndir Sagnfræðitexti er gjarnan klippimynd. Heimildum er skeytt saman á tvívíðan flöt og búin til ný mynd. Eitt einkenni Sigrúnar og Friðgeirs er allur sá fjöldi ljósmynda sem prýðir bókina. Þær eru ekki einvörðungu myndskreyting, held­ ur einnig mikilvægar heimildir, sem höf­ undur byggir frásögn sína oft á. Í fyrstu mætti halda að þessar myndir væru undantekning frá stílnum. Hvað er mynd ef ekki bein ræða? En ef grannt er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.