Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 110
Va l u r G u n n a r s s o n 110 TMM 2014 · 4 Cohen á faraldsfæti Eftir útgáfu fyrstu ljóðabókarinnar og útskrift sína frá McGill hóf Cohen nám í Columbia­háskóla í New York, en hætti eftir rúmt ár og snéri aftur til Montreal. Árið 1959 flutti hann til London og þaðan til Grikklands. Hið fasta form ensku skáldanna vék fyrir lausbeislaðri stíl Miðjarðarhafins og hann drakk hann í sig tónlist og bókmenntir Grikkja en ekki síður ljóð spænska skáldsins Lorca. En fjarlægðin skerpir tilfinningu Cohens fyrir heimahögunum og hann tekur á ný að beina sjónum að Montreal og Kanada í skáldskap sínum. Önnur ljóðabók hans, The Spice­Box of Earth sækir, eins og sú fyrsta, mikið í táknmyndir trúarbragðana en Montreal er alltumlykjandi í skáldsögunni The Favourite Game frá 1963. Í upphafi síðasta kaflans gengur sögupersónan um göturnar þar sem viktoríönsku húsin eru rifin niður og skrifstofublokkir reistar í þeirra stað.9 Montreal er ekki lengur borg fyrir viktoríanska séntil­ menn. Bandarísk áhrif eru að verða allsráðandi, en að einhverju leyti hafnar hann hvoru tveggja: America was lost, the scabs ruled everything, the skyscrapers of chrome would never budge, but Canada was here, infant dream, the stars high and sharp and cold, and the enemies were brittle and easy and English.10 Kanada er framtíðardraumur, en jafnvel hér segir hann ekki hvað landið sé, aðeins hvað það er ekki, ekki bandarískt og ekki breskt. Fræðimaðurinn Doug Owram segir að öll helstu skáldverk enskumælandi Kanadamanna á síðustu áratugum 20. aldar fjalli um: …þann þríþætta sjálfsmyndarvanda sem þeir standa frammi fyrir sem vilja skil­ greina Kanada: samband Frakka og Englendinga, samband Kanadamanna og Ameríkana og loks nýlendusambandið við Stóra­Bretland.11 Ó Kanada Næsta ljóðabók Cohens nefndist Flowers for Hitler og kom út árið 1964. Kanada leikur hér enn stærra hlutverk og jafnframt er bókin pólitískari en fyrri verk. Sem fyrr fjallar skáldið um það hvernig Kanada sé að færast frá áhrifasvæði Bretlands og yfir á áhrifasvæði Bandaríkjanna: „I loved his son who looked British/ But had American ambitions“12. Kanada hafði orðið sjálfstætt ríki innan breska konungsveldisins nokkrum árum áður en Leonard fæddist, eða árið 1931. Landið hafði þó fyrst orðið til sem pólitísk eining rúmri hálfri öld áður þegar fjórum héruðum í bresku Norður­Ameríku var slegið saman í stjórnunarlega heild og nefnt „The Dominion of Canada“ árið 1867. Sagnfræðingurinn Desmond Morton segir um þann atburð:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.