Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 108
108 TMM 2014 · 4
Valur Gunnarsson
Leonard Cohen og
leitin að Kanada
„There is a crack in everything/That’s how the light gets in,“1 segir Leonard
Cohen í sálminum „Anthem“, og þessar línur nálgast það að mega heita
nokkurs konar trúarjátning hans sjálfs. En hvaða sprungu er verið að tala
um, og hvers vegna telur Leonard Cohen að hún hleypi ljósinu inn?
Á þessu ári varð Cohen áttræður og hér í þessari grein beinum við sjónum
að „fyrra lífi“ hans – fremur stuttum ferli hans sem rithöfundar í hefð
bundnum skilningi, áður en hann tók að einbeita sér að söngvunum.
Leonard Cohen fæddist þann 21. september árið 1934 inn í efri mið
stéttarfjölskyldu af gyðingaættum í kanadísku borginni Montreal. Borgin er
á eyju sem einnig heitir Montreal, en bæði eru þau nefnd eftir fjallinu Mont
Royal sem er rétt vestan við miðbæinn. Þótt borgin virðist langt frá úthafi
á landakorti er hún hafnarborg mikil, árnar St. Lawrence, Ottawa og des
Praries flæða um hana á alla vegu og þar má sjá skipin sigla inn og út.
En Montreal er einnig eyja í annarri merkingu. Hún er stærsta borg
Quebechéraðs, sem er frönskumælandi eyja í menningarlegum skilningi, á
útjaðri hins mikla enskumælandi úthafs Kanada og NorðurAmeríku allrar.
Ekki er nóg með að Cohen hafi alist upp á þessu franska eylandi, heldur bjó
hann á enskumælandi eyju innan þess, í hverfinu Westmount sem nær upp
í fjallshlíð Mont Royal. Og loks er hann úr minnihluta innan minnihlutans,
kemur úr samfélagi enskumælandi gyðinga.
Hver er þá arfleifð Cohens, er hann Kanadamaður, Québécoise, West
mountmaður eða gyðingur? Skáldsagan The Favourite Game er að nokkru
leyti sjálfsævisöguleg og þar gæti átt við föðurfjölskyldu Cohens þessi lýsing
á henni sem faðir aðalpersónunnar gefur: „We are Victorian gentlemen of
Hebraic persuasion.“2 Faðirinn er ekki engilsaxneskur að uppruna, heldur af
austurevrópskum gyðingaættum og brýst þetta stundum fram:
His father wears an English suit and all the English reticence that can be woven
into cloth. A wine tie with a tiny hard knot sprouts like a gargoyle. In his lapel a
Canadian Legion pin, duller than jewelry. The doublechinned face glows with
Victorian reason and decency, though the Hazel eyes are a little too soft and staring,
the mouth too full, Semitic, hurt.3