Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 108
108 TMM 2014 · 4 Valur Gunnarsson Leonard Cohen og leitin að Kanada „There is a crack in everything/That’s how the light gets in,“1 segir Leonard Cohen í sálminum „Anthem“, og þessar línur nálgast það að mega heita nokkurs konar trúarjátning hans sjálfs. En hvaða sprungu er verið að tala um, og hvers vegna telur Leonard Cohen að hún hleypi ljósinu inn? Á þessu ári varð Cohen áttræður og hér í þessari grein beinum við sjónum að „fyrra lífi“ hans – fremur stuttum ferli hans sem rithöfundar í hefð­ bundnum skilningi, áður en hann tók að einbeita sér að söngvunum. Leonard Cohen fæddist þann 21. september árið 1934 inn í efri mið­ stéttarfjölskyldu af gyðingaættum í kanadísku borginni Montreal. Borgin er á eyju sem einnig heitir Montreal, en bæði eru þau nefnd eftir fjallinu Mont Royal sem er rétt vestan við miðbæinn. Þótt borgin virðist langt frá úthafi á landakorti er hún hafnarborg mikil, árnar St. Lawrence, Ottawa og des Praries flæða um hana á alla vegu og þar má sjá skipin sigla inn og út. En Montreal er einnig eyja í annarri merkingu. Hún er stærsta borg Quebec­héraðs, sem er frönskumælandi eyja í menningarlegum skilningi, á útjaðri hins mikla enskumælandi úthafs Kanada og Norður­Ameríku allrar. Ekki er nóg með að Cohen hafi alist upp á þessu franska eylandi, heldur bjó hann á enskumælandi eyju innan þess, í hverfinu Westmount sem nær upp í fjallshlíð Mont Royal. Og loks er hann úr minnihluta innan minnihlutans, kemur úr samfélagi enskumælandi gyðinga. Hver er þá arfleifð Cohens, er hann Kanadamaður, Québécoise, West­ mount­maður eða gyðingur? Skáldsagan The Favourite Game er að nokkru leyti sjálfsævisöguleg og þar gæti átt við föðurfjölskyldu Cohens þessi lýsing á henni sem faðir aðalpersónunnar gefur: „We are Victorian gentlemen of Hebraic persuasion.“2 Faðirinn er ekki engilsaxneskur að uppruna, heldur af austur­evrópskum gyðingaættum og brýst þetta stundum fram: His father wears an English suit and all the English reticence that can be woven into cloth. A wine tie with a tiny hard knot sprouts like a gargoyle. In his lapel a Canadian Legion pin, duller than jewelry. The double­chinned face glows with Victorian reason and decency, though the Hazel eyes are a little too soft and staring, the mouth too full, Semitic, hurt.3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.