Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 85
„ Æ s i l e g a s t a o f u r h e t j a a l l r a t í m a“
TMM 2014 · 4 85
frá illum öflum en þar koma fulltrúar Öxulveldanna gjarnan við sögu. Í
einni myndasögunni fyllist Farrel til dæmis kvíða þegar hann fréttir að
Glenda ætli sigla með skipi frá Bandaríkjunum til Evrópu þar sem allt logar
í ófriði. Hann ákveður að slást í för og beitir flughæfileikunum og hamr
inum til að hreinsa tundurdufl úr siglingarleið þeirra. Síðar fer hann eins
að í baráttu við þýskar sprengjuflugvélar sem gera loftárás á París. Eftir að
hafa sprengt nokkrar þeirra í tætlur hneppir hann afganginn saman með
keðju og slengir honum niður á Brandenborgarhliðið í Berlín.18 Glenda
virðist ekki átta sig á að Farrel og Thor eru sami maðurinn og veldur það
ýmsum erfiðleikum í sambandi þeirra. Um er að ræða sígilda klemmu úr
ofurhetjusögum sem átti sér meðal annars fyrirmynd í sambandi Clarks
Kent/Supermans við Louis Lane og endurtók sig síðar í sambandi dr. Blake/
Thors við hjúkrunarkonunna Jane Foster (sem hét reyndar Jane Nelson í
elstu Marvelsögunum).
Önnur myndasaga sem augljóst er að Stan Lee og félagar þekktu til nefnist
„The Hammer of Thor“ en hún kom út í tímaritinu Out of This World #11
árið 1959. Teiknari var Steve Ditko (f. 1927) en hann hafði hafið feril sinn sem
lærlingur hjá þeim Kirby og Simon snemma á sjötta áratugnum og átti síðar
eftir að vinna með Lee og Kirby hjá Marvel, meðal annars að fyrstu sögunum
um SpiderMan. „The Hammer of Thor“ gerist að hluta til á Norðurlöndum
á miðöldum og á að varpa ljósi á hvernig goðsögurnar um norræna þrumu
guðinn urðu til. Thor er veikburða drengur sem hefur lítinn áhuga á víkinga
leikjum jafnaldra sinna og verður fyrir einelti af þeirra hálfu. Foreldra hans
greinir á um hvernig bregðast eigi við; faðirinn vill herða soninn en móðirin
er á öðru máli. Thor flýr þá út í skóg þar sem hann finnur einkennilega
bjartan neðanjarðarhelli og inni í honum töfragrip sem er eins og hamar í
laginu. Birtan hefur afgerandi áhrif drenginn; honum vex ásmegin og hann
uppgötvar fyrir tilviljun, líkt og gullgrafarinn Bard í „The Magic Hammer“,
að nota megi hamarinn til að kljúfa trjáboli. „Þó að óvíst sé hvort ég muni
nokkru sinni berjast við einhvern þá gæti þetta orðið gott vopn,“ segir hann
við sjálfan sig.19 Síðar, eftir að foreldrar Thors eru látnir, fer flokkur Húna
með báli og brandi um Norðurlöndin og þá kemur hamarinn í góðar þarfir.
Thor byrjar á því að beita vopninu á tvo skáeygða stríðsmenn þannig að þeir
bókstaflega hverfa af yfirborði jarðar. Í næsta myndramma sjáum við aftan
á Thor þar sem hann hefur kastað hamrinum að nýju en í stað óvinahersins
sést aðeins rauður bjarmi og tvær gular eldingar. Myndatextinn er svohljóð
andi: „Húnarnir lögðu á flótta þar sem skrítna, hræðilega vopnið skaut þeim
skelk í bringu, og friður ríkti aftur á Norðurlöndum en Thor dvaldi áfram í
góðu yfirlæti í skóginum sínum“.20
„The Magic Hammer“ vísar augljóslega fram til „Thor the Mighty and the
Stone Men from Saturn!“. Í báðum sögunum finnur væskilslegur karlmaður
hamar Þórs í neðanjarðarhelli og notar vopnið til að verjast skeinuhættum
innrásarher. Hugsanlegt er að skáeygðir Húnar í sögu Ditkos vísi til