Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 126
Á d r e pa 126 TMM 2014 · 4 tegund yfirstéttar en fyrrnefndur jarð­ eigendaaðall smám saman haslað sér völl og orðið öllum öðrum yfirsterkari hér á Vesturlöndum. Það er fólk sem hefur þá helstu verðleika umfram aðra að vera klókara í meðhöndlun peninga, verðbréfa og bankastofnana. Þetta er ekki endilega sama fólkið og byggir upp atvinnurekstur með framsýni og dugn­ aði. Til hægðarauka mætti kalla það einu nafni fjármálabraskara. Full ástæða er til að gera skýran greinarmun á þeim og atvinnuskapandi frumkvöðlum. Fyrir þessa manngerð er frelsi fjár­ magnsins enn mikilvægara en frelsi mannsandans. Hún varð hægt og bít­ andi afar áhrifamikil í því þingræðislega skipulagi sem við tók misfljótt og í mis­ stórum þrepum í Evrópu eftir frönsku stjórnarbyltinguna í lok 18. aldar. Hún bjó til þingflokka og fjárfesti í snjöllum talsmönnum þeirra sem síðan hafa ráðið langmestu um skipan löggjafar­ og framkvæmdavalds í hinum vestræna heimi frá miðri 19. og alla 20. öld. Hún hefur því að sjálfsögðu átt mestan þátt í að móta þá löggjöf sem við búum við og sníða hana að eigin hentugleikum. Margt þessara manna getur í sjálfu sér verið ágætis fólk, en kerfi hins frjálsa fjármagns heldur líka opinni löglegri leið fyrir samviskulausa þrjóta. Af þeim sökum reynist jafnan mjög erfitt og tafsamt að festa hendur á afbrotum svonefndra hvítflibba einsog nýjustu dæmi frá Íslandi eru til vitnis um. Þetta mannval telur sig meira að segja eiga einhvern „rétt“ á að lifa á hærra tilverustigi en venjulegt fólk, rétt einsog aðalsmenn á sínum tíma álitu sig eiga „arfborinn rétt“ til auðæfa og valda og telja sumir reyndar enn. Og reyndar gera þessir braskarar í sjálfu sér er ekki annað en starfa innan þess lagaramma sem forverar þeirra og óheft markaðs­ kerfi hefur sett og kallast á þeirra máli „eðlilegir viðskiptahættir“. Því er í raun­ inni ekkert við þessa menn persónulega að sakast, heldur kerfið sjálft. Ef við ein­ hvern er þá að sakast. Sjónhverfingar Þessi grundvallaratriði ættu menn jafn­ an að hafa í huga þegar þeir meta fréttir af átökum hvar sem er í heiminum. Stríðsátök milli ríkja hafa í langflestum tilvikum snúist um auðlindir, markaði, nýlendur og nýtingu þeirra. Innan­ landsátök snúast líka um baráttu hags­ munahópa og almenningur kremst á milli þeirra. Að sjálfsögðu blandast fjöl­ mörg önnur atriði inn í þessi átök, og hugtök sem fólki eru hjartfólgin á borð við trúarbrögð, lýðfrelsi eða þjóðerni eru ósjaldan höfð að yfirskini og mis­ notuð til að kveikja fyrstu eldana. Hvort sem einstakir byltingarmenn kunna að hafa haft bætt kjör almennings að leið­ arljósi í upphafi eður ei, hefur jafnan farið svo eftir að átökum við fyrri yfir­ stétt lauk að slíkir menn hafa annað­ hvort verið drepnir af keppinautum sínum eða gerðir óvirkir með öðru móti, nema þeir hafi sjálfir látið spillast af sætleika valdsins. Sovéska blekkingin Þetta átti við um frönsku stjórnarbylt­ inguna 1789, en nærtækara dæmi um þvílíkar blekkingar frá 20. öld er hin svonefnda öreigabylting í Rússlandi 1917–1921. Fjölmargir andófshópar höfðu starfað ólöglega í rússneska keis­ aradæminu kringum aldamótin 1900. Þeir áttu það eitt sameiginlegt að vilja steypa hinni duglausu og óréttlátu keis­ arastjórn. Sumir efnaðir athafnamenn styrktu þessa hópa í þeirri von að þeir fengju meira svigrúm þegar hinni þung­ lamalegu keisarastjórn hefði verið steypt. Meðal þessara hópa voru svonefndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.