Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 9
Tv ö fa l t l í f
TMM 2014 · 4 9
á veg komin en raun ber vitni. Það voru mín mistök og ég hef við engan að
sakast út af þessu nema sjálfan mig.
Uppgjörið við hrunið
Þorvaldur: Mig langar að spyrja þig um félagslegar afleiðingar hrunsins eins
og þær horfðu við þér á Alþingi. Hvað finnst þér um þá skoðun, að hrunið
hafi breytt Íslandi í blóðvöll, þar sem menn bítast um brakið og hver ill
skeytt höndin er uppi á móti annarri sem aldrei fyrr, og hrunið hafi sundrað
vinnustöðum og vinum. Egill Helgason blaðamaður lýsir þessu, þegar hann
segir á Eyjunni: „Jafn grímulaust pólítískt blað og Morgunblaðið hefur
varla verið starfandi á Íslandi frá því löngu fyrir dauða flokksblaðanna.“
Er vandinn sá, að þeir, sem Rannsóknarnefnd Alþingis nafngreinir sem
aðalsökudólga hrunsins, og þeirra menn telja sig þurfa að berjast með kjafti
og klóm gegn niðurstöðum nefndarinnar? Þú manst, að af þeim sjö stjórn
mála og embættismönnum, sem nefndin taldi hafa vanrækt skyldur sínar í
skilningi laganna, voru fjórir hátt settir sjálfstæðismenn. Og þú manst, hvað
Páll Hreinsson hæstaréttardómari, formaður nefndarinnar, sagði á blaða
mannafundinum, þar sem skýrsla nefndarinnar var kynnt. Hann sagði:
„Enginn gekkst við ábyrgð.“ Hvernig horfir þetta við þér? Hvernig komu
persónuleg samskipti í þinginu þér fyrir sjónir við þessar aðstæður eftir
hrun?
Þráinn: Allar rannsóknarnefndir hverra skýrslur ég hef lesið bæði varð
andi hrunið og aðra alvarlega hluti eiga það sameiginlegt að skila af sér of
löngum textum og of litlum niðurstöðum. Niðurstöðufælnin er sláandi,
og það er sláandi að lopinn er teygður von úr viti í von um að niður
stöðuleysið verði ekki jafnáberandi. Svo að sanngirni sé gætt þá er yfirleitt að
finna í rannsóknarskýrslum vísbendingar eða ábendingar sem eru yfirleitt
umvafðar þykkum lopa.
Það er rétt sem Páll Hreinsson sagði og mætti umorða sem svo: Allir
segjast vera saklausir – líka þeir sem eru sekir.
Ég held að enginn vænti þess að rannsóknarskýrslur innihaldi miklar og
góðar játningar, enda skilst mér að hver einasti smákrimmi hafi séð nógu
mikið af glæpamyndum í æsku til að komast á það menntunarstig í sínu fagi
að vita að hyggilegast er að neita öllum ásökunum fram í rauðan dauðann.
Ég bjóst ekki við því að rannsóknarskýrsla Alþingis kæmi til með að upp
lýsa alla þá atburðarás eða greina alla þá áhrifavalda og orsakir sem ollu hér
efnahagshruni og rústaði orðspori Íslendinga á alþjóðavettvangi. Hins vegar
hafði ég vonast til að málæðið yrði minna og niðurstöðurnar eða niður
stöðuleysið skýrara; ekki endilega með nafngreindum sökudólgum heldur
væri með afgerandi rökum bent á kerfi, löggjöf, fyrirtæki og stofnanir þar
sem virðing og umhyggja fyrir almannahagsmunum var lögð til hliðar og
spilling og áhættuhegðun stunduð.