Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 105
H u g l e i ð i n g u m A n t o n i n A r t a u d TMM 2014 · 4 105 tilvísan til fræða Aristotelesar. En Artaud vildi þó taka þessa geðhreinsun lengra og taldi hana aðeins mögulega gegnum skynfærin. Hreinsunin á sér stað í gegnum hörmungar, hræðslu og hættu. Hér er Artaud því ekki að tala um hvaða leikhús sem er, heldur um allsherjar­leikhúsið (total theatre), sem á að höfða jafnt til allra skynfæranna. Þessi hreinsun á ekki aðeins við um tragedíu eins og hjá Aristótelesi heldur talar Artaud jafnt um mikilvægi hláturs sem gráts. Leikhús samtímans er rotið vegna þess að það hefur misst tilfinninguna fyrir alvöru og hlátri; vegna þess að það hefur slitið sig laust frá þungamiðju sinni, frá milliliða­ lausum og sársaukafullum miðlum sínum – í einu orði sagt, frá Hættunni.17 Leikhúsið á að leiða áhorfendur inn í þeirra eigin draumaveröld þar sem hver og einn finnur fyrir eigin frumhvötum, líkt og í sálgreiningu Freuds. Hér er vísað vítt og breitt til tengsla milli listar og lífs, veruleika og hugarflugs og hvernig hvort fléttast saman við annað og út úr hvort öðru. 4. Níhilískt guðspjall Leikhúsið er bæði táknmynd og táknmið. Artaud vildi brjóta niður mörkin milli leikhúss og veruleika. Hugmyndir um tvífara lýsa persónulegri leit Artauds að heild og einingu listar og lífs. Lífið og leikhúsið er eitt í hans huga. Í lok ævi sinnar segist hann hafa horfið frá leikhúsinu er hann átt­ aði sig á þeirri staðreynd að Grimmdarleikhúsið ætti sér ekki möguleika í samfélagi nema þetta sama samfélag hyrfi og að eina tungumálið sem hann gæti notað við áhorfendur væri að kasta sprengjum í andlit þeirra.18 Í hugmyndum Artauds býr tilvistarleg þrá skáldskaparins og níhilískt guðspjall, þessi ómur endurtekningar og endaloka sem skekur grundvöll mannlegrar tilveru. Leit og tilraun um það sem við stundum köllum sann­ leika. Leikhús Artauds reyndi að tortíma eftirlíkingu veruleikans. Artaud þráði að afmá blekkingu í leikhúsinu og leggja áherslu á skynveruleika – hvernig við skynjum heiminn hér og nú, innan leikhúss og lífs. Hann fór svo sannarlega með ást sína og sköpunarafl inn í einsemdina og fórst við þá iðju eins og Zaraþústra mælti í verki Nietzsche. En hugmyndir eru verkfæri en ekki endanleg niðurstaða og í verkfærakistu Artauds gefur að líta ógrynni möguleika til að miðla skynjun á heiminum sem við búum. Artaud hefur hreyft við og haft áhrif á fjölda lista­ og fræðimanna; í kvikmyndum, tónlist, leikhúsi, myndlist, skáldskap. Enski leikhúsmaðurinn Peter Brook er meðal þeirra sem hafa haldið nafni Artauds á lofti í leikhúsvinnu sinni. Hann skrifar eftirfarandi um Artaud í grein í Encore: „[…] this visionary, undoubtedly mad, wrote more sense than anyone else about the theatre in our time.“19 Það er eitthvað eldfimt við listamanninn Antonin Artaud; manninn, list ina og hugmyndirnar sem dregur mig aftur og aftur að honum. Í goðsögn hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.