Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 112
Va l u r G u n n a r s s o n 112 TMM 2014 · 4 bókmenntahefðina sem slíka. Sem dæmi um hið síðarnefnda nefnir hún The Studhorse Man eftir Robert Kroetsch, Beautiful Losers og Surfacing eftir Margret Atwood. Hún segir jafnframt að kanadíska skáldsagan hafi þróast frá raunsæi og yfir í bækur sem fjalla um: … ferli skynjunar, fagurfræðilega firringu veruleikans og skapandi lista, með öðrum orðum, í átt að hinum vísanaglöðu “sjálfhverfu” og paródísku forma sem einkennast af því sem við höfum nefnt póstmódernískan þankagang.16 Allt þetta á vel við um bók Cohen. Fyrri hluti hennar er skrifuð í fyrstu persónu sögumanns, „I“, en seinni hlutinn er séður frá besta vininum, F. Hann er allt það sem „I“ vill verða, sefur hjá konu hans og kann að fullnægja henni, sefur síðan hjá „I“ líka og ótal öðrum. Og á meðan „I“ er fræðimaður sem situr með skræður sínar og skráir sögu Kanada er F. afhafnamaður mikill. Hann er kosinn á þing í Ottawa en bætir um betur og verður byltingarmaður og sprengir upp styttuna af Viktoríu drottningu á Sher­ brooke­stræti,17 styttu sem má hugsa sér að föður Cohen hefði þótt vænt um (og stendur reyndar þarna enn). Ekki nóg með það, heldur klárar hann það meistaraverk fræðibókmennta sem „I“ er að vinna að og hefur lítið fyrir, F. reynist á endanum betri fræðimaður. Það er ekki nóg fyrir F. að komast til áhrifa í Kanada, hann þarf að losa sig við fortíðina líka. Cohen finnur sjálfan sig I og F renna að lokum saman (og úr verður IF), grúskarinn með bækur sínar og athafnamaðurinn og kvennagullið orðnir eitt. Skáldsögurnar urðu ekki fleiri, en platan Songs of Leonard Cohen kom út í lok árs 1967. Leonard Cohen hafði lengi fengist við tónlist, allt frá því hann spilaði í hljómsveitinni The Buckskin Boys á unglingsárum, en það er fyrst í kringum 1966 að hann fer að semja eigin lög af krafti. Mörg ljóðanna úr bókinni Parasites of Heaven sem kom út það árið rötuðu inn á fyrstu plötu hans í sönglagaformi árið eftir. Sögusvið upphafslagsins „Suzanne“ er sótt til heimaborgarinnar þar sem Maríustyttan á Notre­Dame­de­Bon­Secours­kirkjunni lítur verndaraugum yfir hetjur í þanginu. Hann átti aldrei eftir að lýsa heimaborg sinni aftur með jafn myndrænum hætti, enda hafði hann flutt frá Montreal til New York í leit að frægð og frama og brátt færðu lögin sig um set líka. Á meðan hann bjó á Grikklandi hafði hann enn ort um Kanada og fyrir Kanada, en nú fór hann að yrkja fyrir heiminn allan. Leonard Cohen hafði fundið sína eigin rödd, en til þess þurfti hann fyrst að yfirgefa heimaland sitt og síðan uppgötva það á ný. Og hér með lýkur rithöfundarferli Leonards Cohen og söngvaskáldið sem átti eftir að sigra heiminn stígur fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.