Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Qupperneq 101

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Qupperneq 101
H u g l e i ð i n g u m A n t o n i n A r t a u d TMM 2014 · 4 101 Bróðir minn, farðu með ást þína ásamt sköpunarafli þínu inn í einsemdina; og rétt­ lætið mun löngu síðar koma haltrandi á eftir þér. Láttu tár mín fylgja þér inn í einsemd þína, bróðir minn. Ég elska þann sem vill skapa eitthvað ofar sjálfum sér og ferst við þá iðju. – Svo mælti Zaraþústra.4 Raunveruleiki leikhússins er allt annar en raunveruleikinn utan þess að mati Artauda og því er endurspeglunin út í hött. Í þessu samhengi beinir hann fyrst sjónum að sirkusnum og veröld hans, þar sem mörgum listformum er blandað saman og þátttaka áhorfenda er mikilvæg í sköpun fantasíunnar. Til að byrja með vildi hann að leikhúsið næði til fjöldans og finna leiðir til að leiklistin væri skiljanleg öllum. Það varð þó ekki raunin í leikhúsi Artauds, þrátt fyrir víðtæka arfleifð þessa leikhúslistamanns, skálds og kvikmynda­ leikara. 2. Tragískur listamaður Artaud var átakanlegur hugsuður og listamaður, súrrealisti sem hafði djúpa ástríðu fyrir leikhúsi, líkamstungumáli og menningu sem hluta af lífinu sjálfu. Tengsl lífs og listar voru honum hugleikin og trúði hann að listin hefði möguleika á að koma af stað þroskaferli sem losaði fólk úr viðjum siðmenn­ ingar. Antonin Artaud fæddist í Marseille í Suður Frakklandi 4. septem­ ber 1896 og var af grísk­frönskum ættum. Í æsku er honum lýst sem mjög listrænu barni. Hann fékk heilahimnubólgu sem barn og þjáðist eftir það af taugakippum að eigin sögn og byrjaði að stama um sex ára aldur vegna þessa. Um 18 ára aldur veikist hann af alvarlegu þunglyndi og í kjölfar þess er hann sendur á geðsjúkrahús, en veikindin hrjáðu hann allt til dauðadags. Árið 1921 kemur geðlæknir hans, Edouard Toulouse, honum í kynni við leikhóp í París, Théatre de l’æuvre, sem var meðal annars þekktur fyrir sýningu sína á Bubba kóngi (Ubu Roi) eftir for­súrrealistann Alfred Jarry frá 1896. Á svipuðum tíma kynnist hann Génica Athanasiou sem var leikkona frá Rúmeníu. Þau eiga í ástarsambandi, búa sundur og saman næstu sex árin. Á árunum 1922–24 lék Artaud í mörgum leiksýningum, þar á meðal Parísarfrumsýningu á verki Luigi Pirandello, Sex persónur leita höfundar.5 Artaud var upphaflega hluti af hinni súrrealísku hreyfingu með André Breton í fararbroddi, sem kom með sína fyrsta stefnuyfirlýsingu árið 1924. Artaud sinnaðist síðar við hreyfinguna og sagði skilið við hana. Á þessum árum gefur Artaud út ljóð og aðra texta og leikur í mörgum leiksýningum og kvikmyndum. Hann stofnar svo sjálfur leikhús árið 1926 ásamt Roger Vitrac og Robert Aron. Leikhúsið nefnir hann eftir fyrirmynd sinni – Alfred Jarry. Í Leikhúsi Alfreds Jarry voru sýnd verk eftir Vitrac og Artaud en einnig Draumleikur eftir August Strindberg. Í nýlegri bók um leikhús nútímans bendir Trausti Ólafsson á að það megi jafnvel rekja hugmyndir Artauds
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.