Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 117
TMM 2014 · 4 117 Karl Ágúst Úlfsson Rósi bróðir Kæra vinkona mín. Ég skrifa þér héðan úr fásinninu á Litla­Hrauni, sumpart til þess að halda sönsum, sumpart til að leggja niður fyrir sjálfum mér hvernig þetta gat farið svona. Sjálf þekkir þú forsögu málsins, en samt verð ég að finna sögunni ein­ hvern upphafspunkt og vona að þú fyrirgefir mér þó að margt af því sem ég segi hér frá liggi í augum uppi og sé þér þegar ljóst. Við erum fimm, bræðurnir, eins og þú veist, ég, Valur, Biggi, Víðir og svo Rósi. Æska okkar og uppvöxtur var svosem ekki í frásögu færandi. Við lékum okkur eins og aðrir drengir, allir nema Rósi, sem var lamaður. Við hinir sáum fljótt að þetta hlyti að vera hálfömurlegt fyrir Rósa, svo við gerðum í því að láta hann ekki finna fyrir bæklun sinni, heldur drösluðum honum með í alla leiki, hvort sem það var fótbolti, kábojleikur eða jakahlaup. Þá bárum við hann ýmist á bakinu eða drógum hann á eftir okkur. Mamma ætlaði að kaupa hjólastól handa Rósa, en við hinir tókum það ekki í mál og sögðum að þá fyndi hann ennþá meira fyrir því að hann væri ekki eins og önnur börn. Hinir krakkarnir í götunni dáðust oft að því hvað við vorum góðir við Rósa og tóku þátt í leiknum. Þegar við kepptum í fótbolta létum við oft eins og hann hefði skorað, þó að auðvitað lægi þannig í því að hitt liðið leyfði okkur að drösla honum í gegnum vörnina og markmaðurinn þættist detta um lappirnar á sjálfum sér þegar við nálguðumst markið. Þetta tókst svo vel hjá okkur að Rósi trúði því sjálfur að hann skoraði jafnmörg mörk og við hinir og við drógum hann alltaf uppá verðlaunapallinn með okkur þegar við unnum leiki. Svona gekk þetta alla okkar æsku. Og reyndar miklu lengur, þó að ýmis legt breyttist. Það sem breyttist var þó aðallega það að Rósi stækkaði og þyngdist töluvert og það varð alltaf erfiðara og erfiðara að bera hann á bakinu. Við bræðurnir stofnuðum flutningafyrirtækið saman. Við vorum allir í blóma lífsins og fílhraustir, allir nema náttúrlega Rósi bróðir. Það var mikið að gera í flutningabransanum og við unnum frá morgni til kvölds. Reyndar hamlaði það okkur nokkuð í samkeppni við önnur flutningafyrirtæki að við urðum alltaf að bera Rósa bróður á bakinu jafnframt því sem við bárum búslóðir upp og niður stiga, út í flutningabíl og aftur inn í hús. Til þess að hann áttaði sig ekki á því að hann tæki takmarkaðan þátt í flutningunum létum við hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.