Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 83
„ Æ s i l e g a s t a o f u r h e t j a a l l r a t í m a“ TMM 2014 · 4 83 Óðins. Öll eru goðin eins og Banda­ ríkjamenn gerðu sér víkinga í hugar­ lund með hyrnda hjálma og gul skegg. Einn nasistana segir sína menn starfa á vegum Adolfs Hitler, hins eiginlega leiðtoga goðanna, og hnýtir við að nú þurfi að koma Carter og drengjunum hans fyrir kattarnef. „Foringi okkar hefur skipað svo fyrir! Við munum ná heimsyfirráðum“. En Óðinn er ekki ginnkeyptur fyrir þeim boð­ skap. „Hvaða uppskafningur er þessi Hitler?“ spyr hann. „Ég hef aldrei valið hann sem leiðtoga!“ Carter útskýrir að þýski kanslarinn hafi útnefnt sjálfan sig stjórnanda heimsins „og nú erum við að berjast gegn herjum hans til að verða frjáls! Við sættum okkur ekki við ánauð!“ Óðinn ákveður að gera út um deiluna með einvígi milli foringja fylkinganna tveggja og til allrar hamingju fer Carter þar með sigur af hólmi. Þeir drengirnir sleppa heilir á húfi úr Valhöll á meðan Thor notar hamar sinn til að feykja nasistunum út í ystu myrkur. Í lok sögunnar er gefið í skyn að senan með þátttöku goðanna hafi verið draumur eins drengjanna en það breytir ekki boðskapnum sem Óðinn orðar svo: „Valhöll er á norskum himni … ekki þýskum!“11 Þriðja sagan um Thor sem tengist nafni Kirbys nefnist „The Magic Hammer“ en hún birtist í tímaritinu Tales of the Unexpected #16 árið 1957. Um er að ræða einfalda dæmisögu um oflæti og ágirnd. Í upphafi segir af indjána einum sem fylgir hvítum gullgrafara, Gerald Bard, um villta vestrið og rekst þá á hamar úti á víðavangi. Þeir uppgötva að ef hamrinum er fleygt framkallar hann þrumur og eldingar. Í kjölfarið semur Bard við yfirvöld á þurrkasvæðum um að útvega þeim rigningu eftir pöntun. Hann hagnast vel á að selja þessa þjónustu en þegar hann kemst fyrir tilviljun að því að í hamrinum býr einnig máttur til að kljúfa trjáboli ákveður hann að skipta um starfsgrein: „Með þessum töfrahamri get ég brotið mér leið inn í bankahvelfingar,“ hugsar Bard með sér, líkt og Fenton í elstu sögunni. Áður en honum gefst tóm til að gera alvöru úr þeim áformum birtist skeggjaður víkingur við hlið hans, kynnir sig sem Thor og kveðst vilja fá vopnið sitt aftur: Ég kem frá landi sem þú þekkir ekki – og þar stjórna ég þrumum og eldingum … Fyrir mörgum öldum, þegar ég sat veislu í gildaskála, stal litli hrekkjótti Loki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.