Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 46
R a g n a S i g u r ð a r d ó t t i r 46 TMM 2014 · 4 Þegar ég gekk niður brekkuna fram hjá hesthúsahverfinu mættu mér nýút­ sprungnir fíflar. Þeir voru eins og eitthvert kjánalegt haustgrín. Eftir að vorið lét ekki sjá sig og sumarið ekki heldur, sprungu nú fíflarnir út á ný. Mér datt í hug að rífa þá upp og fara með heim handa kanínunum okkar, en lét það eiga sig. Lágt yfir hlíðum Esjunnar dóluðu lítil þokuský og vörpuðu skuggablettum á blátt fjallið. Loftið var líkt og gler svo tært var það og stillt. Skyndi­ ákvörðun fékk mig til að beygja út af göngustígnum í áttina að sjónum við Bakka. Rétt hjá gamla losunarstaðnum húkti svartur ruslapoki, hálffalinn í melgresinu við fjöruna. Þegar ég kom nær sá ég að hann var rifinn og úr gatinu ultu dauðar grágæsir. Ég kærði mig ekki um að grandskoða hræin og beindi sjónum mínum annað, velti fyrir mér hver hefði drepið gæsirnar og af hverju hræin væru þarna. Tíminn nam staðar í logninu, þetta var dagur í kyrrstöðu. Í suðurátt lá skýjabakki yfir fjöllunum á Reykjanesinu og náði allt til Bláfjalla, lá kyrr, rólegur þar til allra syðst að hann leystist upp í silfurlitað mistur. 21.10.13 1. Kaldur vindur og ég hélt augunum hálflokuðum þegar ég gekk út Jörfa­ veginn því sólin var svo lágt á lofti. Ég var tímabundin. Gekk fram hjá áhaldahúsi Garðabæjar og tók eftir því að ljósfjólublái vettlingurinn sem svo lengi hékk á birkigrein var horfinn. Sveigði fram hjá þurrum hrossaskít á göngustígnum. Það var ekki frost í jörðu og jarðvegurinn var mjúkur. Beygði meðfram sjónum til suðvesturs og sá nær strax á klukkunni að ég þurfti að snúa við. Ég vildi ekki snúa við vafningalaust heldur brölti upp á grjóthlaðinn varnargarðinn. Háfjara, og þangbreiðan sem mætti augum mínum kom mér á óvart, þykk og allt um lykjandi. Stórir steinar risu upp úr, vaxnir síðu, hrokknu þangi sem féll niður með ávölum útlínum og rann aftur saman við þangbreiðuna. Fjörulallar. Handan breiðunnar spígsporuðu tveir svanir í fjörunni og einn synti í flæðarmálinu. Óvænt sýn af landinu undir yfirborði sjávar. Í garði við húsið næst sjónum héngu nokkur hvít sokkapör á snúru, í mismunandi stærðum. Í hægri hendi vingsaði ég gráhvítum, mjúkum fingravettlingum. Skýhnoðrar feyktust yfir efstu hlíðar Esjunnar. 2. Í dag ruddi jarðýta sér leið þvert yfir ósnortið Gálgahraunið, frá suðvestri til norðausturs. Hún fletti mosavöxnu hrauninu til hliðar svo brún moldin vall upp úr sárinu. Vegarstæði framtíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.