Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 79
„ Æ s i l e g a s t a o f u r h e t j a a l l r a t í m a“
TMM 2014 · 4 79
Marvel á bandarískum myndasagnamarkaði, útgáfu á nýrri seríu, Justice
League of America, þar sem helstu ofurhetjur fyrirtækisins komu við sögu,
þeirra á meðal Superman, Batman og Wonder Woman. Goodman fól Lee
að búa til hliðstætt úrvalslið fyrir Marvel og varð á skömmum tíma til fjöl-
breyttur hópur nýrra persóna sem margar áttu langt líf fyrir höndum, svo
sem Spider-Man, Hulk, Iron Man og Thor en fyrstu sögurnar um þá alla
birtust á árunum 1962 til 1963. Samhliða hóf Marvel að gefa út sögur undir
titlinum Earth‘s Mightiest Heroes: Avengers þar sem þrír þeir síðarnefndu
tóku höndum saman við Captain America og fleiri ofurhetjur í baráttunni
við ill öfl. Meðal þeirra sem komu að þessari vinnu ásamt Lee voru yngri
bróðir hans, handritshöfundurinn Larry Lieber (f. 1931), og áðurnefndur
Jack Kirby.2
Þeir Lieber og Kirby unnu báðir með Lee að fyrstu sögunni um Thor
sem birtist í tímaritinu Journey into Mystery #83 í ágústmánuði 1962. Á
forsíðu gefur að líta vöðvastæltan, ljóshærðan kappa standa á brún háhýsis
í nútímalegri borg og sveifla hamri í kringum sig. Geimskip sveimar yfir
höfði hans, út úr því stökkva grænir steinmenn vopnaðir byssum en einn
þeirra hefur þegar orðið fyrir barðinu á hamrinum. „Við kynnum The
Mighty Thor!“ stendur skrifað stórum stöfum vinstra megin við geimskipið
og hægra megin: „Æsilegasta ofurhetja allra tíma!!“ Sagan sem þarna er vísað
til birtist inni í blaðinu í þremur hlutum sem nefnast: (1) „Thor the Mighty
and the Stone Men from Saturn!“, 2) „The Power of Thor“ og (3) „Thor the
Mighty Strikes Back!“ (hér eftir verður fyrsti titillinn notaður um sögurnar
allar). Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að bandarískur læknir, dr. Donald