Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 124
Á d r e pa 124 TMM 2014 · 4 lífsgæða og annan stéttamun. Til slíkrar innrætingar mun fyrsta kastið öðru fremur hafa þurft klókindi og sefjunar­ mátt, líkt og Stephan G. Stephansson kemst að orði í kvæðinu Kveld: hugstola mannfjöldans vitund og vild er villt um og stjórnað af fám. Eftir því sem yfirstétt festi sig í sessi var síðan farið að gera það refsivert ellegar telja það vísun á eilífa útskúfun að and­ æfa ríkjandi trúarbrögðum. Þau voru kölluð ofar mannlegum mætti og skiln­ ingi, en yfirvöldin sögð ríkja í náðar­ skjóli hins guðlega máttar. Keisarinn var í samræmi við það sumstaðar nefndur „sonur himinsins“ eða „sonur sólarinn­ ar“. Enn heitir það svo að konungur þiggi tign sína „af guðs náð“. Enn lýkur forseti Bandaríkjanna hátíðaræðum með táknrænum hætti á orðunum „God bless America“. Enn telur konungur Sádí­Arabíu sig ríkja í nafni Allah, hins milda og miskunnsama. Og þótt það séu ekki annað en lítilfjörlegar leifar hefst setning Alþingis Íslendinga enn með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. List og fegurð Því fer fjarri að allir valdsmenn væru sálarlausir óþokkar. Sumir lögðu sig fram um að reisa stórfengleg eða fögur mannvirki. Stundum létu þeir byggja glæstar hallir fyrir sig og sína, annað gátu verið samgöngumannvirki einsog brýr og vitar, í þriðja lagi voru minnis­ varðar um þá sjálfa eða sigra þeirra til að innræta bæði þegnum og gestum óttablandna virðingu, í fjórða lagi voru glæstir leikvangar þar sem bæði mátti svala skemmtanaþörf lýðsins og fremja opinberar aftökur til að skjóta lýðnum skelk í bringu. Vissulega gat valdsmönnum sjálfum verið sitthvað til lista lagt einsog öðrum mönnum. Davíð konungur lék til dæmis á hörpu. Friðrik mikli Prússakonungur lék á flautu. Auk þess gátu þeir haft ein­ lægt yndi af listfengi annarra manna. Því höfðu sumir þeirra listamenn af ýmsum toga við hirð sína eða styrktu þá með öðrum hætti. Á öllum öldum skópu slíkir lista­ menn ódauðleg verk, jafnvel þótt þeir þyrftu stundum að gæta þess að styggja ekki ráðamenn sína og athæfi þeirra mjög berlega. Shakespeare gætti þess til dæmis jafnan að höggva ekki mjög nærri Elísabetu drottningu. Gagnrýni þeirra gat engu að síður verið þeim mun beittari sem hún var duldari. Nýleg dæmi þess mátti meðal annars finna í verkum snillinga í Austurevrópu á síð­ ustu öld. Stéttaskipting Afkomendur og önnur náin ættmenni æðstu höfðingja undu því eðlilega ekki að verða með öllu afskipt, heldur urðu að öðlast hlutdeild í þeirri velsæld sem spratt af framleiðslu fjöldans. Því varð til misauðug aðalsmannastétt. Hún lifði ýmist á þrælahaldi eða ánauðugum bændum og öðru vinnufólki sem starf­ aði á jörðum og öðrum eignum aðals­ manna sem þeir höfðu í aldanna rás hrifsað með hervaldi af fólki sem í önd­ verðu hafði erjað jörðina í sveita síns andlitis. Þannig var fyrirkomulagið til dæmis í mestum hluta Evrópu frá mið­ öldum og fram um lok 18. aldar. Í grundvallaratriðum átti hið sama við um allan heim, en reyndin var þó jafnan sú að því auðugra að náttúru­ gæðum sem landið var, þeim mun meiri misskipting auðsins átti sér stað. Á harðbýlum svæðum einsog Grænlandi gat munurinn ekki orðið tilfinnanlegur fyrr á öldum. Þar varð hver og einn að leggja hönd að verki til að hópurinn gæti yfirleitt lifað af. Í frjósömum lönd­ um einsog Kína, Mesapótamíu, Indlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.