Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 104
S o f f í a B j a r n a d ó t t i r
104 TMM 2014 · 4
áhorfandann, gera hann virkan í leikhúsinu. Áhorfendur áttu að verða hluti
af sköpunarferlinu – það eru þeir sem skapa nýja merkingu.
Leikhúsfræðingurinn Erika FischerLichte bendir á að þrátt fyrir ágreining
og ólíkar stefnur framúrstefnuleikhúsins á fyrri hluta 20. aldar, hafi allir
fulltrúar þess skilgreint það sem brú yfir gjána sem skilur á milli lífs og listar
og að sameiginlegur vilji hafi verið fyrir því að flytja listina í lífið. Hvort sem
leikhúsið sé hugsað sem hátíð, helgiathöfn, áróður eða bylting.13 Leikhúsið
átti að ögra áhorfendum til virkni og þar af leiðandi umbreyta samfélaginu
– og jafnvel að lækna grimmd veruleikans.
Lykilhugtak í hugmyndafræði Artauds er sem fyrr segir rýmisljóðlist.
Nýsköpun leikhústungumálsins skyldi felast í að innleiða í rýmið þá ljóð
rænu sem er handan orðsins. Hann vildi meina að í vestrænu leikhúsi væri
allt það sem lyti að öðru en texta sett í bakgrunn, og einungis nýtt sem
stuðningur við texta/orð. Hann setur stórt spurningarmerki við þetta.
Ég staðhæfi að sviðið er áþreifanlegur og sérstakur staður sem kallar á að það sé nýtt
og kallar á að þar sé talað sértækt tungumál […] handan við ljóð textans er hin tæra
og einfalda ljóðlist, án forms og orða.14
Hið nýja leikhúsmál er líkamstungumál, sem hann kallaði einnig nátt
úrutungumál, og átti að höfða til skynjunar fremur en skilnings. Einstakt
tungumál sem liggur á milli hreyfingar og hugsunar í rými.15 Með nýju leik
húsmáli skyldi hlutverk og tilgangur orðanna breytast. Orðið er þá tekið úr
samhengi og notað á hlutlægan hátt í nýju rými. Í þessu felst einnig ákveðin
leit að töfrum líkt og hjá sönnum súrrealista – þrá eftir sönnum tengslum
við tilvistina. Líklega felst súrrealísk köllun í hverju skáldi. Frelsun tungu
málsins snýst einnig um frelsun mannsins í skynjun á sjálfum sér í rýminu.
Artaud var skáld og líkt og aðrir súrrealistar þá leitaði hann að milliliðalausu
sambandi við tungumálið. Hann leitaði að ástandi sem ekki er, ástandi sem
hann þráði fyrir mannlega tilveru.
Í leikhúsi Artauds skyldi engin leikmynd vera. Fyrst og fremst rými með
leikurum og áhorfendum. Í stað leikmyndar eru leikararnir tákngervi.
Artaud vildi leita nýrra leiða í lýsingu, og hún átti að þjóna stóru hlutverki í
að fylla rýmið af skáldskap. Búningar skyldu vera tímalausir og ritúalískir.
Sviðið átti að vera opið. Stólar áhorfenda jafnvel hreyfanlegir til að geta haft
breytilegt sjónarhorn. Tengsl áhorfenda og leikara eru sérstök og mikilvæg í
Grimmdarleikhúsinu. Leikhúsið á að tengja áhorfandann við líkama sinn og
þar með við tilfinningar sínar. Til að hafa sem mest áhrif á áhorfendur áttu
þeir að vera í miðjum salnum en leikararnir á pöllum allt um kring. Á þann
hátt verða skynhrifin sterkari. Artaud leggur aðaláherslu á öndunina og
taktinn í henni í vinnu leikarans. Hver hreyfing, hver tilfinning skal tengjast
ákveðinni tegund öndunar.16
Hið nýja tungumál átti að hreinsa áhorfendur og leikhúsið því að hafa
umbreytandi áhrif. Hann notar hugtakið katarsis í þessu sambandi með