Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 140

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 140
D ó m a r u m b æ k u r 140 TMM 2014 · 4 höfundur svo sannarlega fært „skömm­ ina“ frá móður sinni yfir á rektor, þótt hún afsaki hann í blaðaviðtali og segir ekki við hann að sakast því „svona hafi hugsunarhátturinn bara verið á þeim tíma“.5 Titill bókarinnar er sóttur í þessa staðreynd, að Erla var ófrísk í mennta­ skólanum. IV Ekki er hægt að ljúka umfjöllun um bókina án þess að fara nokkrum orðum um stíl hennar. Hann er reyndar mjög fjölbreytilegur og vegast þar á sagnfræð­ ingurinn og skáldið í höfundi. Hin skyggna ljóðhugsun skáldsins fær víða að njóta sín og textinn fer stundum á flug eins og í eftirfarandi klausu sem gæti allt eins verið ljóð: „Þú læknar mig og ég stoppa í sokkana þína. Og strokka og læt heimasmíðaða kveðlinga fokka, og smokka sokkunum þurrum á fót þinn, Þorleifur smá­ skammtabrokkari, þakka með gælum þeim nú þegar þú þarft á því að halda, gamall og lúinn“ (42). Eða í lýsingunni á Valgerði Einarsdóttur sem fædd var undir lok átjándu aldar og eignaðist 22 börn: „Vala 22 barna mamma opnaðist eins og blóm sem nærist á holdi og gefur af sér hold“ (80). Og síðar: „Börnin runnu eitt af öðru úr legi sínu í Völu. Vöppuðu út á hlað í vaðmálsbrók og kjól. Horfðu uppnumin og hissa á heimalninga, hund og kött, sóley og fífil og krumma á snjóbing. Síðar er sjón­ deildarhringuinn stækkar gapa þau upp í Helgrindur og Tröllatinda og læra að segja nöfnin, óþjál í munni“ (82). Annars staðar nær sagnfræðingurinn yfirhöndinni og textinn tekur á sig „þurrari“ mynd. Nefna má sem dæmi frásögn af gömlu dómsmáli sem Alex­ ander er flæktur í (155–158) sem og nokkuð ítarlegar lýsingar á fjárhag og híbýlum. Höfundur gerir sér grein fyrir þessu misgengi í stíl og lætur sögukonu koma með athugasemdir á borð við: „Æ, er ég farin að týna mér í of miklum smáatriðum?“ (185) og „kominn tími til að skrifa eitthvað skemmtilegra!“ (188). Það er þó alveg óþarfi fyrir sögukonu að afsaka sig því þessi blanda er – fyrir minn hatt – bæði áhugaverð og skemmtileg. Form sögunnar er þessi – á stundum – óreiðukenndi blendingur þar sem ólíkir tímar og ólíkir stílar skarast í sífellu; frásagnir af búhokri og basli, sjávarháska og mannskaða fyrr á öldum eru fleygaðir með fjörlegum frásögnum af sumardvöl borgarstúlku í sveit, her­ námi, böllum og utanlandsferðum, svo fátt eitt sé talið. Þetta er leikur með tíma og sögu sem gengur fullkomlega upp í texta sem heldur athyglinni vel. Eftirfar­ andi orð lögð í munn sögukonu snemma í bókinni fangar aðferð hennar fullkom­ lega: „Rifja sjálfa mig upp í tímaröð á milli þess sem ég hverf aftur til lífs for­ feðranna. Er í leik með víddir og veru­ leika“ (43). Tilvísanir 1 Sjá Þórunn Valdimarsdóttir. „Hugleiðingar um aðferðafræði, sprottar af ritun ævisögu Snorra á Húsafelli.“ Tímarit Máls og menn­ ingar, 4. hefti 1989: 457–465. 2 Um slíkar pælingar má til dæmis lesa í bók Jerome de Groot, The historical novel. London og New York: Routledge 2010. 3 Hér er vísað í hugtakið sem á ensku kallast metafiction og sumir hafa þýtt á íslensku með orðinu sjálfsögur. Sjálfri finnst mér orðasambandið sjálfsvísandi sögur miðla betur merkingunni. 4 Hef hef ég meðal annars í huga umræðuna um bók Hallgríms Helgasonar Konan við 1000°. 5 Sjá „Bullandi sögur og tilfinningar.“ Við­ tal við Þórunni Erlu­ og Valdimarsdóttur. Fréttablaðið, 23. nóvember 2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.11.2014)
https://timarit.is/issue/401788

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.11.2014)

Aðgerðir: