Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 140
D ó m a r u m b æ k u r
140 TMM 2014 · 4
höfundur svo sannarlega fært „skömm
ina“ frá móður sinni yfir á rektor, þótt
hún afsaki hann í blaðaviðtali og segir
ekki við hann að sakast því „svona hafi
hugsunarhátturinn bara verið á þeim
tíma“.5 Titill bókarinnar er sóttur í þessa
staðreynd, að Erla var ófrísk í mennta
skólanum.
IV
Ekki er hægt að ljúka umfjöllun um
bókina án þess að fara nokkrum orðum
um stíl hennar. Hann er reyndar mjög
fjölbreytilegur og vegast þar á sagnfræð
ingurinn og skáldið í höfundi. Hin
skyggna ljóðhugsun skáldsins fær víða
að njóta sín og textinn fer stundum á
flug eins og í eftirfarandi klausu sem
gæti allt eins verið ljóð:
„Þú læknar mig og ég stoppa í sokkana
þína. Og strokka og læt heimasmíðaða
kveðlinga fokka, og smokka sokkunum
þurrum á fót þinn, Þorleifur smá
skammtabrokkari, þakka með gælum
þeim nú þegar þú þarft á því að halda,
gamall og lúinn“ (42).
Eða í lýsingunni á Valgerði Einarsdóttur
sem fædd var undir lok átjándu aldar og
eignaðist 22 börn: „Vala 22 barna
mamma opnaðist eins og blóm sem
nærist á holdi og gefur af sér hold“ (80).
Og síðar:
„Börnin runnu eitt af öðru úr legi sínu í
Völu. Vöppuðu út á hlað í vaðmálsbrók
og kjól. Horfðu uppnumin og hissa á
heimalninga, hund og kött, sóley og fífil
og krumma á snjóbing. Síðar er sjón
deildarhringuinn stækkar gapa þau upp
í Helgrindur og Tröllatinda og læra að
segja nöfnin, óþjál í munni“ (82).
Annars staðar nær sagnfræðingurinn
yfirhöndinni og textinn tekur á sig
„þurrari“ mynd. Nefna má sem dæmi
frásögn af gömlu dómsmáli sem Alex
ander er flæktur í (155–158) sem og
nokkuð ítarlegar lýsingar á fjárhag og
híbýlum. Höfundur gerir sér grein fyrir
þessu misgengi í stíl og lætur sögukonu
koma með athugasemdir á borð við: „Æ,
er ég farin að týna mér í of miklum
smáatriðum?“ (185) og „kominn tími til
að skrifa eitthvað skemmtilegra!“ (188).
Það er þó alveg óþarfi fyrir sögukonu að
afsaka sig því þessi blanda er – fyrir
minn hatt – bæði áhugaverð og
skemmtileg. Form sögunnar er þessi – á
stundum – óreiðukenndi blendingur þar
sem ólíkir tímar og ólíkir stílar skarast í
sífellu; frásagnir af búhokri og basli,
sjávarháska og mannskaða fyrr á öldum
eru fleygaðir með fjörlegum frásögnum
af sumardvöl borgarstúlku í sveit, her
námi, böllum og utanlandsferðum, svo
fátt eitt sé talið. Þetta er leikur með tíma
og sögu sem gengur fullkomlega upp í
texta sem heldur athyglinni vel. Eftirfar
andi orð lögð í munn sögukonu snemma
í bókinni fangar aðferð hennar fullkom
lega: „Rifja sjálfa mig upp í tímaröð á
milli þess sem ég hverf aftur til lífs for
feðranna. Er í leik með víddir og veru
leika“ (43).
Tilvísanir
1 Sjá Þórunn Valdimarsdóttir. „Hugleiðingar
um aðferðafræði, sprottar af ritun ævisögu
Snorra á Húsafelli.“ Tímarit Máls og menn
ingar, 4. hefti 1989: 457–465.
2 Um slíkar pælingar má til dæmis lesa í
bók Jerome de Groot, The historical novel.
London og New York: Routledge 2010.
3 Hér er vísað í hugtakið sem á ensku kallast
metafiction og sumir hafa þýtt á íslensku
með orðinu sjálfsögur. Sjálfri finnst mér
orðasambandið sjálfsvísandi sögur miðla
betur merkingunni.
4 Hef hef ég meðal annars í huga umræðuna
um bók Hallgríms Helgasonar Konan við
1000°.
5 Sjá „Bullandi sögur og tilfinningar.“ Við
tal við Þórunni Erlu og Valdimarsdóttur.
Fréttablaðið, 23. nóvember 2013.