Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 109
L e o n a r d C o h e n o g l e i t i n a ð K a n a d a TMM 2014 · 4 109 Í þessari útlitslýsingu koma ólíkar erfðir í ljós. Jakkafötin bera vott um hina ensku arfleifð og undirhakan um Viktoríutímann, heiðursmerkið um Kanada og jafnvel má sjá franska ufsagrýlu eins og þær sem prýða Notre Dame í bindishnútnum. En augun, sem leiða hugann að Cohen sjálfum, vitna um enn aðra arfleifð og munnsvipurinn vitnar um hinn gyðinglega uppruna sem annars er reynt að fela. Goðsagnir fengnar að láni Nathan Cohen lést lést skyndilega þegar Leonard sonur hans var níu ára gamall. Um áratug síðar hóf hann nám í McGill­háskóla og þar fann hann nýja lærimeistara sem að einhverju leyti gengu honum í föðurstað. Skáldin og kennararnir Louis Dudek, FR Scott og Irving Layton tóku vel á móti honum og þegar þeir ákváðu að gefa út ritröð með ljóðum ungra skálda buðu þeir honum að eiga fyrsta bindið. Árið 1956, ári eftir að hann útskrifaðist, kom ljóðabókin Let Us Compare Mythologies út, og var bókin tileinkuð föður hans. Umfjöllunarefnið í Let Us Compare Mythologies eru hinar ýmsu goðsagnir sem vestræn menning hvílir á: kristnar og gyðinglegar, grískar og meira að segja norrænar þegar hin sofandi Freyja er áreitt af flugu í svörtum ridd­ arabúning í ljóðinu „The Fly“4. Og andi hinna miklu skálda Bretlandseyja sem svífur yfir vötnum. Stundum er vísað í þau beint, eins og í ljóði sem nefnist einfaldlega „Ballad“: „My lady was a tall, slender love/ Like one of Tennyson’s girls“5 Það var eitt vegarnestið að heiman. Nathan Cohen bar virðingu fyrir bókum og gaf syni sínum skinninnbundnar ljóðabækur með hinum stóru skáldum enskrar tungu og öll ættuð frá Bretlandseyjum.6 Í The Favourite Game er bókahillunum lýst þannig: He stared for a long while at his bookshelf, watching the sun move from the leather Chaucer to the leather Wordsworth. Good sun, in harmony with history. Comfor­ ting thought for the early morning. Except that it was the middle of the afternoon.7 Arfleifðin byggist enn á enskum fyrirmyndum, eins og má búast við í landi sem nýverið hefur öðlast sjálfstæði sitt. Nema hvað Kanada hafði á 7. áratugnum verið til sem sjálfsstjórnarríki í hartnær öld. Það var ekki lengur morgun heldur miður dagur, og tími til kominn að finna sína eigin rödd. Eða, eins og Cohen segir í ljóði næstum áratug síðar: Listen to the stories men tell of last year that sound of other places though they happened here8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.